Lög

Lög NFMH

Lagabreytinganefnd sér um að uppfæra.
Síðast uppfært 28.01.22

Við mælum með að allir nemendur kynni sér réttindi sín.

1. Almenn ákvæði

1.1. Nafn félagsins er Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð (NFMH). Meðlimir NFMH þurfa að vera nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð eða þurfa að vera á stúdentsbraut í Menntaskólanum í tónlist.


1.2. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.


1.3. Tilgangur félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna og virkja þá í félagsstarfsemi innan skólans. Félagið starfar ávallt á lýðræðislegum grundvelli.


1.4. Í atkvæðagreiðslum innan NFMH skal einfaldur meirihluti ráða nema annað sé tekið fram í lögum. Standi atkvæði á jöfnu skal tillagan felld.


1.5. Allir félagsfundir innan NFMH skulu opnir öllum félagsmönnum þess.


1.6. Skráðir meðlimir NFMH fá ekki greitt í peningum fyrir hvers konar störf sem tengjast eða eru í þágu NFMH að undanskildum störfum í matsölunni Sómalíu.


1.7. NFMH skal stuðla að jafnrétti og virðingu innan félagsins.


1.7.2. Félög og ráð innan NFMH skulu hafa jafnrétti og virðingu að leiðarljósi í starfi sínu.


1.7.2.1 Engin ráð, kosnum listakosningum, innan NFMH skulu vera einkynja.


1.7.3. Engum skal vera mismunað í starfi NFMH af grundvelli kyns, kynþáttar, útlits, aldri, kynhneigðar, fötlunar, trúar, stjórnmálaskoðana o.s.frv.


1.8. Allt útgefið ritefni undir nafni NFMH skal fara í gegnum ritskoðun kjarnastjórnar. Skal ritið hafa borist til kjarnastjórar að minnsta kosti tveimur sólarhringjum áður en ritið er sent prentun.


1.9. Öllum embættum og ráðum NFMH ber skylda að uppfæra upplýsingaskjöl fyrri ráða/embætta áður en þau láta af störfum. Stjórn NFMH ber skylda að þessu sé bætt skipulega í handbók sem ráðin/embættin fá við stjórnarskipti.

2. Stjórnskipan

2.1. Stjórn NFMH.

2.1.1. Stjórn NFMH er skipuð forseta, varaforseta, gjaldkera, markaðsstjóra, skólastjórnarfulltrúa, sem er kjörinn á haustönn, ásamt oddvitum leikfélags, listafélags, málfundafélagsins, skemmtiráðs auk ritstjóra Beneventum og fulltrúa IB. Þau ein hafa atkvæðisrétt innan stjórnar NFMH.


2.1.2. Forseti skal koma fram sem fulltrúi NFMH gagnvart aðilum utan skóla sem innan. Hann skal leitast við að efla einingu félagsmanna NFMH og stuðla að öflugu og fjölbreyttu félagslífi. Forseti er áheyrnarfulltrúi nemenda í skólastjórn og skólanefnd. Forseti skal sitja sem formaður lagabreytinganefndar. Forseti hefur heimild til þess að boða til stórfélagsfunda eftir þörfum. Forseti skal samþykkja alla samninga á vegum NFMH og skulu þeir samningar standa einir gagnvart NFMH. Forseti skal sjá til þess að vefsíða NFMH sé vel starfhæf og miðli öllum þeim upplýsingum sem félagsmenn gætu þurft að nálgast. Forseti skal vera orðinn átján við upphaf haustannar.


2.1.3. Varaforseti er staðgengill forseta og ábyrgðarmaður alls útgefins efnis á vegum NFMH. Öll útgáfa á vegum NFMH er háð samþykki varaforseta félagsins. Varaforseti ritar fundargerðir stjórnar NFMH og heldur reglu á skjalasafni NFMH, Bessastöðum. Varaforseta ber að birta fundargerðir stjórnar, stórfélagsfunda og skólafunda NFMH innan við viku frá fundum. Varaforseti skal standa að útgáfu Skaramúss sem  skal koma út einu sinni á ári. Ef Skaramúss er símaskrá, skóladagbók eða annað í þeim dúr skal hún gefin út snemma á haustönn og skal varaforseti halda til haga þremur eintökum úr hverri útgáfu fyrir skjalasafn NFMH. Varaforseti skal sitja í vefnefnd og sjá til þess nefndinni berist það efni sem birtast skal á heimasíðu skólans, og eru þar með talin lög þessi með öllum þeim breytingum sem á þeim kunna að verða gerðar. Varaforseti skal einnig sitja í lagabreytingarnefnd.


2.1.4. Gjaldkeri hefur yfirumsjón með öllum fjármálum og reikningum á vegum NFMH að frátöldum fjármálum verslananna Matsölu MH og Mararþaraborgar. Gjaldkeri hefur rétt til að yfirfara bókhald og rekstur Matsölunnar og Mararþaraborgar og gera athugasemdir ef þurfa þykir. Gjaldkeri annast fjárveitingar úr sjóði NFMH með samþykki stjórnar NFMH. Gjaldkeri skal fara yfir helstu útgjöld og innkomur nemendafélagsins á skólafundum, veita félagsmönnum yfirlit yfir bókhald sé þess óskað og einnig birta opinberlega yfirlit yfir helstu fjárveitingar í lok hverrar annar. Gjaldkera ber að skila endurskoðuðum reikningum fyrir 1.júlí til nýkjörinnar stjórnar NFMH. Gjaldkeri á jafnframt sæti í skólastjórn. Gjaldkeri skal skila ársreikning fyrir lok ágúst. Honum ber einnig skylda að setja fjármálaáætlun á nfmh.is. Gjaldkeri skal vera orðinn átján ára við upphaf haustannar.


2.1.5. Skólastjórnarfulltrúi situr í skólastjórn. Hann skal vera tengiliður dagskólanemenda við yfirvöld skólans. Berist skólastjórnarfulltrúa ósk frá dagskólanemanda um að ákveðið mál skuli tekið upp á skólastjórnarfundi ber honum að verða við þeirri ósk, skuli það tengjast skólanum eða nemendafélaginu. Skólastjórnarfulltrúi situr í stjórn NFMH og skal vera tengiliður stjórnar við embættismenn félagsins. Skólastjórnarfulltrúa ber að hafa fullt samráð við forseta NFMH. Hann situr í lagabreytinganefnd.

Skólastjórnarfulltrúi er einnig tengiliður Sambands íslenskra framhaldsskólanema við NFMH, sem og tengiliður SÍF við skólastjórn. Hann gegnir embætti hagsmunafulltrúa innan stjórnar SÍF og ber því allar skyldur sem kveður á í lögum SÍF um hagsmunafulltrúa. Innan veggja MH er hann ábyrgur fyrir öllu því sem kann að fylgja þessu embætti, t.d. að velja í nefnd fólk fyrir þing SÍF þegar þess þarf.


2.1.6. Markaðsstjóri skal hafa yfirumsjón með markaðsnefnd NFMH sem kjarnastjórn skipar á vorönn. Hann ber ábyrgð á útgáfu félagsskírteina og öllum helstu fjáröflunum NFMH. Markarðsstjóri situr í stjórn NFMH og skólastjórn. Hann, í samráði við forseta og gjaldkera, undirbýr og fer yfir þá samninga sem NFMH gerir og sér um að þeim sé framfylgt.

Hann skal einnig vera tengiliður stjórnar NFMH við rekstrarstjóra Matsölu MH.


2.1.7 Kjarnastjórn, skipuð af forseta, varaforseta, gjaldkera, skólastjórnarfulltrúa og markaðsstjóra, skal hafa yfirumsjón með öllum viðburðum NFMH. Þar getur forseti beitt neitunarvaldi komist kjarnastjórnin að þeirri niðurstöðu að umtalaðar aðgerðir séu skaðlegar nemendafélaginu. Þar að auki geta forseti og varaforseti beitt neitunarvaldi á útgáfu hvers kyns efnis frá nemendafélaginu teljist efnið skaðlegt því.

Kjarnastjórn skal ekki hafa afskipti af framboðum í nemendafélagskosningum NFMH og hefur þar af leiðandi ekki rétt til að skrifa meðmæli eða styðja framboð.

3. Félög og ráð

3.1. Innan vébanda stórfélags NFMH starfar stjórn og sautján félög og ráð: Skemmtiráð, Lagningardagaráð, ráð Óðríks Algaula, Leikfimifélag, Leikfélag, Listafélag, Málfundafélag, Myndbandabúi, ritstjórn Beneventum, ritstjórn Fréttapésa, Búðarráð, Útvarpsráð, Góðgerðarfélag, feministafélagið Embla, hinseginfélagið Bur, Matráður, Föruneytið,  og Umhverfisráð; hvert með sitt starfssvið.


3.1.1. Innan stórfélags NFMH starfa einnig þrjár nefndir, Mímisbrunnur, vefnefnd og markaðsnefnd. Nýkjörin stjórn velur í vefnefnd og ásamt markaðsstjóra í markaðsnefnd í lok vorannar. Í Mímisbrunni sitja meðlimir Gettu betur liðs skólans og liðsstjórar.


3.1.2. Hvert félag/ráð skal í upphafi haustannar auglýsa eftir nýnemum sem hafa áhuga á að starfa með viðkomandi félagi. Félagið velur einn til tvo nýnema úr umsóknum og verður hann þar með meðlimur í viðkomandi félagi.


3.1.3. Stjórnir félaganna skulu mæta á fund með stjórn NFMH í upphafi hverrar annar og kynna henni markmið sín.


3.2.1 Kjarnastjórn er heimilt að ávíta sérhvern félaga stórfélags gegni sá hinn sami ekki lögboðnum skyldum sínum. Einnig er kjarnastjórn heimilt að ávíta ráð eða nefndir sinni þau ekki lögboðnum skyldum. Áminningum skal skilað skriflega til oddvita ef ráðið hefur skráðan oddvita en annars til einstaklings innan ráðs eða nefndar. Ef ávítur bera ekki árangur skal kjarnastjórn taka upp mál þeirra á skólafundi. Forseti eða varaforseti skal mæla fyrir tillögu um brottrekstur með skömm. Fáist samþykki meirihluta skal sá sem gegnir viðkomandi stöðu láta af öllum skyldum og skammast sín, og stjórn NFMH auglýsa eftir eftirmanni eins og lög segja til um. Sama gildir um ráð/nefnd. Ef um ráð/nefnd er að ræða sem annars væri kosið að vori, skal kjósa um nýtt/nýja innan tíu daga frá samþykktri brottrekstrartillögu eins og lög segja til um. Skal kjarnastjórn þó leitast við að fara varlega í brottrekstur og reyna að velja tímapunkt af kostgæfni.



3.3. Beneventum:

3.3.1. Ritstjórn Beneventi er skipuð fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum. Ritstjóri Beneventi situr einnig í stjórn.

3.3.2. Beneventum er málgagn félagsmanna NFMH. Ritstjórn Beneventi sér um útgáfu þess og skal hún ákveða efni hverju sinni.

3.3.5. Beneventum skal gefið út einu sinni á ári hið minnsta og skal ritstjórn Beneventi afhenda varaforseta NFMH þrjú eintök af hverri útgáfu til varðveislu í skjalasafni NFMH.


3.4. Búðarráð:

3.4.1. Búðarráð er skipað þremur til fimm meðlimum kosnum listakosningum í vorkosningum.

3.4.3. Verksvið búðarráðs er að halda markað sem býður upp á vörur sem MH-ingar hafa skapað, t.d. tónlist, fatnað o.s.frv. Markaðurinn skal vera starfræktur allt skólaárið á NFMH.is og Búðarráð afhendir vörurnar í lok annars hvers mánaðar.

3.4.5. Búðarráð skal gera sitt besta í að gera nemendum það mögulegt að skiptast á hinum ýmsu miðlum, svo lengi sem að slík viðskipti brjóta ekki gegn höfundarrétti. Geta viðskiptavinir nýtt sér þessa þjónustu án endurgjalds. Búðarráð skal auðvelda nemendum að skiptast á skólabókum í byrjun hverrar annar með skólabókamarkaði.

3.15.6. Búðarráð velur sér gjaldkera í samráði við stjórn NFMH. Hann einn skal hafa umsjón með fjármálum ráðsins í samvinnu við gjaldkera NFMH. Gjaldkeri Búðarráðs skal vera orðinn

3.15.8. Búðarráð skal halda Tískuviku NFMH á hverju skólaári.


3.5. Fréttapési:

3.5.1. Ritstjórn Fréttapésa er skipuð þremur til fimm fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum.

3.5.2 Hlutverk Fréttapésa er að segja fréttir,miðla upplýsingum, gera gys að líðandi stundu og miðla hugmyndum nemenda. Fréttapési skal vera félagsmönnum NFMH til ánægju og yndisauka og skal gefinn út að minnsta kosti þrisvar sinnum á hverri önn.

3.5.3. Ritstjórn Fréttapésa skal halda til haga þremur eintökum af bæklingum úr hverri útgáfu hans og afhenda varaforseta NFMH til varðveislu í skjalasafni NFMH.



3.6. Góðgerðarfélag:

​3.6.1. Góðgerðarfélag er skipað þremur til fimm fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum.

3.6.2. Allir meðlimir góðgerðarfélags skulu vera góðir.

3.6.3. Góðgerðarfélag skal sjá til þess að tvær góðgerðavikur séu haldnar á hverju skólaári. Ein vika skal haldin á hvorri önn en frekari tímasetningu ákveður góðgerðarfélag í samstarfi við stjórn NFMH.

3.6.5 Góðgerðarfélag ákveður, í sameiningu við stjórn NFMH, til hvaða málefnis ágóði viknanna rennur.

3.6.6. Góðgerðarfélagi er skylt að auglýsa dagskrá vikunnar, fyrir nemendum skólans, ekki seinna en viku áður en hún hefst.

3.6.7. Góðgerðarfélagi er skylt að afhenda gjaldkera stjórnar NFMH ágóða hvers dags fyrir sig og fara vel yfir stöðuna með honum.



3.7. Lagningardagaráð:

3.7.1. Lagningardagaráð er skipað fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum.

3.7.2. Lagningardagaráð sér um og skipuleggur lagningardaga þ.e. vinnudaga nemenda og kennara þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Ráðið starfar í samráði við stjórn NFMH og skólastjórn.

3.7.3. Lagningardagaráð velur sér gjaldkera í samráði við stjórn NFMH. Hann einn skal hafa umsjón með fjármálum ráðsins í samvinnu við gjaldkera NFMH.



3.8. Leikfélag:

3.8.1. Stjórn leikfélagsins er skipuð fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum. Oddviti leikfélags situr einnig í stjórn.

3.8.2. Stjórn leikfélagsins skal standa fyrir leiksýningu(m) á skólaárinu, standa fyrir leiklistarnámskeiðum, fá til liðs við sig leikstjóra og aðra aðstoðarmenn eftir því sem þurfa þykir. Stjórn leikfélagsins skal einnig vera reiðubúin til þess að standa fyrir uppákomum á  árshátíð á vorönn.

3.8.3. Stjórn leikfélagsins velur sér gjaldkera. Hann einn skal hafa umsjón með fjármálum ráðsins í samvinnu við gjaldkera NFMH. Gjaldkeri stjórnar leikfélagsins skal vera orðinn fullra átján ára í byrjun haustannar.

3.8.4. Í lok vorannar skal fráfarandi leikfélagsstjórn afhenda nýkjörinni leikfélagsstjórn aðstöðu Leikfélagsins, Undirheima, í því ástandi að aðstaðan sé hrein og svartmáluð.

3.8.5. Leikfélagsstjórn skal á hverri haustönn halda skemmtilegan atburð í fjáröflunarskyni. Skal hann vera svo skemmtilegur að allir vilji mæta og skal enginn hafa nokkurn efa um stórágæti Leikfélags að atburðinum loknum. Allur hagnaður af atburðinum skal renna óskiptur í Leikfélagssjóð.

3.8.6. Leikfélagsstjórn skal á haustönn halda viðburðinn ,,Sleiktu hnetur”. Er sá viðburður forkeppni fyrir ,,Leiktu betur” - leikhússportkeppni framhaldsskólanna og mun því sigurliðið taka þátt í þeirri keppni.

3.8.7 Leikfélag heldur eigin markaðsnefnd sem sér um að afla auglýsinga og fjármuna til styrktar viðburða leikfélagsins.

3.8.8 Leikfélag skal halda handritakeppni á hverri haustönn.



3.9. Leikfimiráð:

3.9.1. Stjórn leikfimiráðs er skipuð þrem til fimm fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum.

3.9.2. Stjórn leikfimiráðs hefur yfirumsjón með íþróttastarfsemi á vegum NFMH. Hún skal annast skipulagningu og umsjón íþróttamóta.

3.9.3. Leikfimiráð skal halda skipulagt íþróttamót á hverju ári og skal þar keppt í fjölbreyttum íþróttagreinum. Þátttaka á mótinu skal vera ókeypis og einskorðast við nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð.




3.10. Listafélag:

3.10.1.Stjórn listafélagsins er skipuð fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum. Oddviti listafélags situr einnig í stjórn.

3.10.2. Stjórn listafélagsins skal hafa samráð við þá hópa sem starfa á sviði lista innan NFMH. Það sér um skipulagningu tónleika, myndlistarsýninga, kvikmyndasýninga og annars sem list getur talist.

3.10.3. Stjórn listafélagsins skal standa fyrir minnst einum viðburði í hverjum mánuði.



3.11. Málfundafélag:

3.11.1. Stjórn Málfundafélagsins er skipuð fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum. Oddviti Málfundafélagsins situr í stjórn NFMH.

3.11.2. Málfundafélagið skal vera aðaltengiliður NFMH við MORFÍs sbr. grein 9.5.2. Málfundafélag skal í samráði við stjórn skipa þjálfara sem standa fyrir ræðunámskeiði þar sem Morfíslið MH er valið.

3.11.3. MORTAR kallast innanskólaræðukeppni NFMH og skal Málfundafélagið sjá til þess að hún sé haldin, að minnsta kosti, einu sinni á hverju skólaári.

3.11.4. Allir meðlimir málfundafélagsins skulu vera Einherjar. Óheimilt er fyrir meðlimi málfundafélagsins að vera höfðingi Einherja.

3.11.5. Málfundafélagið skal standa fyrir málfundum eins oft og kostur gefst.

3.11.7. Málfundafélagið skal sjá um alla auglýsingastarfsemi fyrir Gettu Betur í samstarfi við stjórn NFMH.



3.12. Myndbandabúi:

3.12.1. Stjórn myndbandabúa er skipuð fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum. Oddviti myndbandabúa situr í stjórn NFMH.

3.12.2. Stjórn myndbandabúa hefur yfirumsjón með myndbandatækjakosti NFMH og skal hjálpa öðrum ráðum og nefndum við myndbandagerð ef beðið er um aðstoð. Hún skal taka upp á myndbönd allar þær uppákomur á vegum NFMH er þurfa þykir og reyna að koma frá sér öðru uppteknu efni til skemmtunar meðlimum nemendafélagsins.

3.12.3 Við notkun dróna Myndbandabúa skal sýna aðgætni og almenna skynsemi. Ekki er heimilt að nota eða lána drónann við önnur störf en störf Myndbandabúa. Ekki er heimilt að vera undir áhrifum vímugjafa við notkun drónans. Ekki skal fljúga drónanum í litlu rými. Ekki skal fljúga drónanum í rigningu, snjókomu eða miklum vindi. Dróninn skal ávalt vera kallaður Flóni.



3.13. Ráð Óðríks Algaula:

3.13.1. Ráð Óðríks Algaula er skipað fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum.

3.13.2. Óðríkur Algaula er lagasmíðakeppni NFMH. Óðríkur Algaula á að stuðla að því að félagsmönnum NFMH gefist kostur á að láta ljós sitt skína á sviði lagagerðar. Ekki skal aðeins keppa um besta lagið, heldur að fleiri þáttum s.s. frumlegasta laginu, besta textanum, bestu sviðsframkomunni og hverju því sem ráð Óðríks Algaula hefur áhuga hverju sinni.

Lög og textar í Óðríki Algaula mega ekki hafa heyrst opinberlega fyrr. Ráð Óðríks Algaula ræður hverju sinni hve mörg lög höfundar mega hafa í keppninni.

Dómnefndin í Óðríki Algaula skal vera skipuð reynsluríku fólki á sviði lagagerðar, þá skal forðast að hafa starfsfólk skólans eða annað fólk sem getur talist hlutdrægt í dómnefnd.

3.13.3. Söngkeppni NFMH skal skipulögð af ráði Óðríks Algaula. Allir keppendur verða að vera meðlimir í NFMH. Sömu reglur gilda hvað varðar dómnefnd og í Óðríki Algaula.

3.13.4. Söngkeppnin skal haldin á fyrri hluta vorannar og sigurvegari hennar keppir fyrir hönd NFMH í söngkeppni framhaldsskólanna.


3.14. Skemmtiráð:

3.14.1. Skemmtiráð er skipað af fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningu í vorkosningum. Oddviti skemmtiráðs situr einnig í stjórn.

3.14.3. Skemmtiráð skipuleggur og sér um dansleiki á vegum NFMH. Það sér einnig um skipulagningu árshátíðar í samráði við stjórn félagsins. Allar skuldbindingar skemmtiráðs skulu samþykktar af stjórn félagsins


3.15. Útvarpsráð:

3.15.1. Útvarpsráð er skipað þremur til fimm fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum.

3.15.2 Útvarpsráð sér um útvarp í kosningaviku.

3.15.3. Í útvarpsvikum skal vera skipulögð dagskrá eftir skólatíma, frá kl. 16:15 - 23:00.

3.15.4. Dagskrá hverrar útvarpsviku skal að upplagi vera tónlistarspilun og dagskrárliðir í umsjón meðlima NFMH og Útvarpsráðs. Í Kosningaútvarpi eiga allir frambjóðendur kost á að kynna sig og framboð sitt á þar til úthlutuðum tíma ásamt þess að eiga ákveðinn auglýsingatíma í vikunni. Í útvarpi Óðríks verða keppendur kynntir, gömul lög og atburðir sem hafa staðið upp úr í hverri keppni spiluð og keppninni sjálfri útvarpað.

3.15.5. Allir sem eru í NFMH geta sótt um að vera með þátt í útvarpsvikum.

3.15.6. Útvarpsráð skal sjá til þess að allir angar hinnar fjölbreyttu tónlistarflóru eigi fulltrúa í hverri útvarpsviku og að fjölbreytileiki útvarpsþátta verði sem mestur.

3.15.7. Tímamörk eru á hverjum þætti, en þau fara eftir dagskrá og innihaldi hvers þáttar og verða sett í samráði við stjórn NFMH þegar unnið er úr umsóknum.

​3.15.9. Útvarpsráð velur sér gjaldkera í samráði við stjórn NFMH. Hann einn skal hafa umsjón með fjármálum ráðsins í samvinnu við gjaldkera NFMH.



3.16.  Matráður

3.16.1. Matráður er skipað þremur til fjórum fulltrúum kosnum í listakosningum á vorkönn.

3.16.2. Matráður skal útnefna Format sem leiðir félagið og hefur yfirumsjón með starfssemi þess og ber ábyrgð á öllu starfi Matráðs. Eftirmat sem starfar sem hægri hendi formats og Sælkera sem hefur umsjón með fjármálum ráðsins.

3.16.3. Tilgangur Matráðs er að miðla matarvenjum ýmissa þjóða frá öllum heimshornum til nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð.

3.16.4. Matráður skal í hið minnsta framreiða dýrindis súpu þrisvar sinnum á önn.

3.16.5. Matráður skal sjá til þess að allur sá varningur, s.s. matur og/eða drykkur skuli seldur á kostnaðarverði, eða eins nálægt því og auðið er.

3.16.6. Ef sala Matráðs á matvælum er í fjáröflunarskyni skal gr. 3.15.5. undantekin.

3.16.7. Nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð býðst að koma með tillögu að uppskrift að súpu sem Mátráður skuli framreiða. Tillögur þær sem berast skal kosið um á opinberum vettfangi, t.d. á viðeigandi samfélagsmiðli. Ekki er þó þörf á því að taka slíka kosningu á skólafundi.

3.16.8. Matráður skal vera í samstarfi við þau ráð og félög sem þurfa á fjáröflun að halda.

3.16.9. Matráður skal vera til taks á hverjum þeim viðburðum þar sem aðstoð þarf við matargerð, t.d. grill.



3.17. Vefnefnd:

3.17.1. Vefnefnd skal halda uppi vefsetri nemendafélagsins, www.nfmh.is auk þess að sjá um netföng nemendafélagsins.

3.17.2. Vefnefnd er skipuð fjórum til sex fulltrúum sem stjórn NFMH skipar. A.m.k. einn meðlimur skal vera IB nemi.

3.17.3.Vefnefnd skal uppfæra reglulega og tryggja góða ásýnd vefsíðu nemendafélagsins, nfmh.is. Þeir skulu sjá til þess í samstarfi við tiltekin ráð og embættismenn að allt efni rati inn á nfmh.is.

3.17.4. Vefnefnd ber skylda til að hjálpa hverjum innan stórfélags NFMH við hvers kyns tæknilega hluti, s.s. Heimasíðugerð sem tengjast nemendafélaginu.

3.17.5. Knapi vefnefndar sér um öll tæknimál. Hann þarf að búa yfir góðri grunn tölvukunnáttu og vera fljótur að tileinka sér nýja hluti. Hann þarf einnig að hafa gott auga fyrir uppsetningu á texta og myndum.

3.17.6. Riddarar vefnefndar sjá um fréttaveitu síðunnar. Þeir sjá um að skrifa um allt það sem er að fara gerast, það sem er að gerast og það sem hefur nú þegar gerst og tengist nemendafélaginu á einn eða annan hátt. 2 – 4 riddarar skulu skipaðir í byrjun haust annar.

3.17.7. Vefnefndin skal vera í góðu sambandi við stjórn NFMH og öll ráð varðandi aðkomu þeirra að vefsíðunni. Vefnefndin skal hvetja og aðstoða alla við að koma sínu efni skýrt og greinilega inn á www.nfmh.is



3.18. Mímisbrunnur

3.18.1. Mímisbrunnur - öldungaráð NFMH er skipaður af Gettu Betur liðsmönnum skólans



3.19. IB-ráð

3.19.1. IB-ráð skipað tveimur fulltrúum kosnum einstaklingskosningum í vorkosningum, einn af hverju ári.

3.19.2. Elsti IB-fulltrúi í IB-ráði skal sitja í stjórn NFMH.

3.19.3. IB-ráði ber að taka inn nýnema úr Pre-IB á haustönn (kallaður Prusi).

3.19.4. Hlutverk IB-ráðs er að hafa hagsmuni IB nema í huga til að auka aðgengi IB nema á atburðum innan skólans, og vinna með stjórn til að bæta samskipti þar á milli.

3.19.5. IB crew ráð skulu þýða á ensku allar tilkynningar og auglýsingar sem stjórn NFMH gefur út.



3.20 Hinseginfélagið Bur

3.20.1. Hinseginfélagið Bur er sjálfstætt starfandi félag á vegum NFMH

3.20.2. Hinseginfélagið skal vera rödd NFMH í réttindabaráttu og jafnréttisumræðu hinsegin fólks. Jafnframt skal félagið, ásamt Feministafélaginu Emblu, stuðla að jafnrétti milli kynjanna og annara hópa í samfélaginu sem standa í jafnréttis -og réttindabaráttu.

3.20.3. Hinseginfélagið samanstendur af fjórum til fimm nemendum úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, kosna í listakosningum á vorönn.

3.20.4. Hinseginfélagið skal hafa einn formann og einn varaformann skipaða innbyrðis í félaginu.

3.20.5. Hinseginfélagið skal vera tengiliður NFMH við önnur hinsegin félög víðsvegar á landinu, bæði í framhaldsskólum og annarstaðar og sjá utan um allt samstarf við þau.

3.20.6. Hinseginfélagið skal halda Hinseginviku NFMH hátíðlega einu sinni á skólaári.

3.20.7. Hinseginfélagið Bur skal fara yfir allt útgefið efni NFMH til þess að stuðla að jafnrétti innan veggja skólans.



3.21 Feministafélagið Embla

3.21.1. Feministafélagið Embla er skal vera rödd NFMH í kynja- og jafnréttisumræðu samfélagsins og skal stuðla að jafnrétti milli kynjanna og allra aðra annara hópa í samfélaginu sem standa í jafréttisbaráttu.

3.21.2. Stjórn Feministafélagsins Emblu skal samanstendur samanstanda af þrem til fjórum nemendum úr Menntaskólanum við Hamrahlíð sem skulu vera kosna kosnir í listakosningu á vorönn. Stjórnin skal skipa einn formann.

3.21.3. Stjórn Feministafélagsins Emblu skal vinna í nánu samstarfi við Landssamband femínistafélaga framhaldsskóla Íslands (L.F.F.Í.). Formaður Emblu hlýtur sæti í stjórn L.F.F.Í.

3.21.4. Stjórn Emblu er skylt að halda utan um 3-4 viðburði yfir kjörtímabilið og er hvatt til þess að vera með á hreinu hvað er í deiglunni hverju sinni í jafnréttismálum og miðla áfram umræðum í tengslum við það.

31.21.5. Femínistafélagið Embla skal fara yfir allt útgefið efni NFMH til að stuðla að jafnrétti innan veggja skólans




3.22 Föruneytið

3.22.1. Föruneytið er nördaklúbbur NFMH og er stjórn þess skipað 4 meðlimum. Föruneytið sér um allt sem talist getur nördalegt. Skal hver stjórnarmeðlimur Föruneytisins vera nördi.

3.22.2. Stjórn Föruneytisins er kosin á Föruneytisfundi í lok hvers skólaárs. Skal ný stjórn sjá um að koma upp Föruneytinu í byrjun næsta skólaárs. Gæta skal að kosningar í stjórn Föruneytisins séu framkvæmdar sómasamlega og lýðræðislega. Er það hlutverk Föruneytismeðlima að sjá um að því sé framfylgt og þyki þeim ekki hafa farið sómasamlega að er hægt að hafna niðurstöðum kosninganna og fá stjórn NFMH til að sjá um lýðræðislega kosningu.

3.22.3. Stjórn Föruneytisins skipar oddvita og gjaldkera Föruneytisins.

3.22.4. Í fyrsta mánuði skóla annar skal stjórn Föruneytisins safna saman hugmyndum að mánaðarþemum eða Föruneytisfundum.  Eftir það skal auglýsa dagskrá hvers mánaðar a.m.k. viku fyrir mánaðarmót.

3.22.4. Allir mega biðja um og plana dagskrá Föruneytisins. Stjórn Föruneytis eru í raun aðeins aðilar sem halda utan um þessa dagskrá.  

3.22.5. Stjórn Föruneytisins er skylt að skipuleggja þrjá viðburði yfir skólaárið. Af þeim viðburðum skal a.m.k. vera einn á hvorri önn en frekari tímasetningar ákveður stjórn Föruneytisins í samstarfi við stjórn NFMH.

3.22.6. Föruneytið skal á hverri haustönn halda Smásögukeppnina.

3.22.7. Föruneytið skal í samráði við stjórn NFMH hafa stað þar sem standa upplýsingar um hittinga Föruneytisins.

3.22.8. Öllum meðlimum NFMH er heimilt að mæta á viðburð Föruneytisins.

3.23. Umhverfisráð

3.23.1. Umhverfisráð er skipað fjórum til sex fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum.

3.23.2. Tilgangur umhverfisráðs er að vekja athygli á umhverfismálum og hvetja nemendur og starfsfólk MH til að berjast fyrir bættu umhverfi jafnt í og við skólann sem og utan hans.

3.23.3. Umhverfisráð tekur þátt í starfi umhverfisnefndar, m.a. í verkefnum tengdum Grænfánanum.

3.23.4. Umhverfisnefnd skipuleggur umhverfisdaga eða umhverfisviku með fjölbreyttum viðburðum a.m.k. einu sinni á ári.



3.24. Kosninganefnd

3.24.1. Stjórn skipar óháða kosninganefnd þegar það eru þingkosningar. Kosningarnefnd skal sjá um að skuggakosningar gangi smurt fyrir sig. Kosningarnefnd skal sjá um kosningarviku í lok vorannar. 



3.25. Fulltrúi sérnámsbrautar

3.25.1. Stjórn skal skipa fulltrúa sérnámsbrautar í upphafi hvers skólaárs sem sér um að upplýsa félagsmenn á sérnámsbraut um viðburði NFMH.


3.26. Stuttmyndaráð

3.26.1. Stuttmyndaráð er skipað þremur til fimm fulltrúum kosnum listakosningum í vorkosningum. Oddviti stuttmyndaráðs er ávalt kallaður Tiny.

3.26.2. Stuttmyndaráð framleiðir sína eigin stuttmynd á vorönn sem verður frumsýnd hátíðlega fyrir alla meðlimi NFMH.

3.26.3. Stuttmyndaráð skal halda stuttmyndakeppni fyrir nemendur þar sem hægt verður að senda inn myndir út haustönn. Fengnir verða hæfir dómarar til þess að dæma og gefið verðlaun fyrir. Myndin sem vinnur verður sýnd ásamt stuttmynd Stuttmyndaráðs á vorönn og fer inn á youtube síðu Stuttmyndaráðs.


3.27  Lýðráður.

3.27.1 Lýðráður hefur það markmið að halda utan um skipulagða pólitíska umræðu og æfa röksemdafærslur nemenda skólans ásamt því að almennt auka pólitíska læsni.


3.28 Höður 

3.28.1 Höður nefnist eftir hinum blinda ás. Ráðið stendur vörð um réttindi fólks sem fötlun, bæði líkamlegar og andlegar fatlanir. Höður skal stuðla að aðgengi í skólanum og vitundarvakningu.

IB ráð

The IB Constitution 

The essential concepts that determine an organization's purpose, structure, and boundaries are outlined in its constitution. The objective of a constitution is to give structure for an organization, identify its purpose, and specify the official’s roles and obligations.


Article I Name

                        This organization shall be referred to as the Council for the International Baccalaureate Student Body or the IB Council.


Article II Purpose

                        The mission of the IB Council is to ensure that the IB students enjoy their years at MH as much as possible. A key part of doing so is maintaining strong unity between all IB students. This will be done by planning and executing IB social gatherings like the IB trip. The council also deem it important that IB students feel included in the MH community. The council encourages IB students to attend not only IB functions but MH ones as well. We will make sure all the ads for such social events are in English. The council will also provide answers to general questions you may have regarding the IB. For example, CAS, finding a tutor, etc. 


Article III Membership

                        Members in the IB Student Body are limited to any currently enrolled IB students at the Menntaskólinn við Hamrahlíð.  Members will have voting rights and may serve as Council members in the organization.

                        Former students, attendees of MH, and community members may participate in the club, but may not hold office or vote.

 

Article IV Authority and Responsibility

                          Section 1 – Authority:  The IB Council operates under the authority of the Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð (NFMH).

                          Section 2 – Responsibility:  The organization will adhere to the policies and procedures of NFMH, including, but not limited to the NFMH Constitution.  The organization will also adhere to the laws and regulations of Reykjavik and the Republic of Iceland.

 

Article V Notice of Non-Discrimination and Equal Opportunity

                          Under the IB Council, there will be no harassment or discrimination on the grounds of race, marital status, gender, sexual orientation, religion, national origin, age, disability within the IB program. 

 

Article VI     Notice of Anti-Hazing

The IB Council will not permit hazing of any kind of prospective members for the purpose of admission into or affiliation with the organization. Members of the organization are free to leave or dissociate without fear of retribution or harassment.


Article VII Council members

                          Section 1 – Titles:  The IB Council will consist of a President, Vice President, Secretary, Treasurer, Social Media Commissioner, Council Member


                          Section 2 – Qualifications:  All Council members must be currently enrolled students in the IB program at Menntaskólans við Hamrahlíð.

 

                          Section 3 – Term of Office:  The term of office shall be from election until the end of the academic year in May. There is no limit to the number of terms a student may serve as an Council member. 


                          Section 4 – Election: The election of Council members shall be held annually.  No less than two weeks’ notice shall be given before the polls are closed. The election for the upcoming IB 1s and 2s will be held in May alongside the rest of NFMH. Meanwhile, the election for Pre-IBs will be held early in the following semester. IB 2s vote for the two IB 2 members, the IB 1s vote for the two IB 1 members, and so forth. Every eligible voter can cast a vote for 2 candidates. The candidates with the two highest number of votes will be elected.


Section 5 –  Filler Elections: In the case that an individual in council loses their eligibility to maintain their position over the summer between their election and the beginning of their term, a new council member will be elected when the Pre IBs are voting.


                          Section 6 –  Duties of Council members:

    Section 6.1 - The President:

1.      The president shall be the chief executive Council member.

2.      Represent IB in NFMH events and other school meetings.

3.       Develop the agenda for and preside over the meetings of the IB Council.

 

    Section 6.2 - The Vice President:

1.      The Vice President shall be the parliamentarian for the organization.

2.      The Vice President shall assume the duties of the president should the office become vacant, or in the absence of The President.

3. The Vice President will be in charge of making public appearances representing The President.

    Section 6.3 - The Secretary:  

1.      The Secretary shall be responsible for keeping the minutes of all meetings and the meetings of the Executive Committee.

2.      The Secretary will provide a copy of the minutes for each Council member and keep a master file.

3.      The Secretary shall maintain a complete and accurate account of attendance and membership status.


    Section 6.4 –  Head of Funding and Operations:

 Head of Funding and Operation shall be responsible for all financial management in general. 


Head of Funding and Operation should also determine funding, fundraising, sales, budgeting, and financial planning for all IB events.


 The Head of Funding and Operations will be responsible for gathering sponsorship.


    Section 6.4 – The Council Member:

The Council Member will act as a spokesperson for the IB Council.


The Council Member will take on any required task. 

Section 6 –  Designation of Council member Duties: The Council members decide between each other who gets what position the summer before their term. The two remaining spots shall be filled by the Pre-IBs. The president position can not be given to a Pre-IB.


 

                          Section 7 – Resignation:  An Council member advisor may by submitting a letter to the rest of the Council.

 

Section 8 - Removal of Council Members:  Any Council member who fails to fulfill the responsibilities, duties, and/or minimum qualification of the position, engages in abuse of power of office, engages in behavior and conduct unbecoming of a Council member/student leader may be removed as a Council member by a unanimous vote of the other members of the IB Council.  Any Council member removed may appeal to the general membership.  Said member shall be considered reinstated with two-thirds approval of the votes.

 

Article VIII Vacancies

                          A vacancy shall be declared when a Council member leaves the program, resigns or is removed from office.  Any vacancy which may occur in an office shall be filled by appointment by the president.

 

Article IX Finances   

                         IB events and activities will be funded by NFMH. 


                           

Article X Meetings

Section 1 – Notice of Regular Meetings:  At least 3 days notice shall be given for each regular business meeting.

 

Section 2 – Special Meetings:   Special or emergency meetings may be called with at least twenty-four hours notice by.


 

Article XI   Interpretation

The interpretation of the Constitution shall be the responsibility of the organization’s President.  The interpretation of the Constitution shall be made with the view of its basic principles, which are to increase and foster student responsibility, interest, and participation in the activities and programs of the organization.

 

Article XII Amendments

Amendments to the Constitution must be presented two weeks prior to the ratification vote and may be initiated by any Council members or members of the organization.  Amendments must be approved by 4 votes of the IB Council and ratified by a simple majority vote of the IB student body.

 



5. Fundir

5.1. Skólafundir:


5.1.1. Skólafundir eru æðsta ákvörðunarvald í öllum málum er varða NFMH.


5.1.2. Félagsmenn NFMH hafa einir viðverurétt á skólafundum.


5.1.3. Breytingar á lögum NFMH fara aðeins fram á skólafundum, sbr. þó grein 11.2.


5.1.4. Skólafundur sér um að túlka lög NFMH.


5.1.5. Forseti NFMH boðar skriflega til skólafundar a.m.k. með viku skóladaga fyrirvara á a.m.k. fjórum stöðum í skólanum. Skal fundurinn einnig tilkynntur í kallkerfi skólans. Skal í fundarboði með tveggja daga fyrirvara tilgreina stað og stund, auk þess sem öll þau mál er fyrir fundinum liggja skulu rækilega kynnt, þannig að félagsmenn NFMH geti tekið afstöðu til þeirra á málefnalegan hátt. Breytinga- og viðaukatillögur sem ekki hafa borist stjórn NFMH innan auglýsts tíma hljóta ekki afgreiðslu á fundinum.


5.1.6. Í það minnsta 5% félagsmanna NFMH getur krafist þess að skólafundur sé haldinn. Einfaldur meirihluti ræður samþykktum fundarins. Skólafundur telst því aðeins gildur að a.m.k. 5% félagsmanna séu viðstaddir.


5.1.7. Forseti NFMH setur fundinn og stjórnar kjöri fundarstjóra og fundarritara. Um skólafundi gilda almenn fundarsköp.


5.1.8. Fundargerðir skólafunda skal birta á heimasíðu NFMH innan viku frá fundi.


5.1.9. Fundarstjóri hvers skólafundar fær titilinn Forseti skólafundar og fær hann afhenta bjölluna Búkollu. Forseti skólafundar hefur leyfi til að beita Búkollu til að slíta máli hvers þeirra sem flytur langdregið eða samhengislaust þvaður á skólafundi. Gildir þetta um alla viðstadda, bæði unga sem aldna.


5.1.10. Á hverjum skólastjórnarfundi skulu eftirfarandi ákvæði

Forseti skal koma með hatt sinn og poka.

Þá dregur forseti skömm úr hatti sínum fyrir hvern þann meðlim, ráð, embættismann eða aðrar manneskjur sem hafa ekki skilað sínu fyrir hönd NFMH eða haft slæm áhrif á starfsemi félagsins og einnig dregur hann gott úr poka fyrir hvern þann sem þykir hafa staðið sig vel fyrir hönd NFMH.

Allir meðlimir nemendafélagsins geta skilað inn skömm eða gotti til einhvers félags, ráðs, embættismans, stjórnarmeðlims, almennum meðlim nemendafélasins eða öðrum manneskjum utan nemendafélagsins. Í skömm/gotti sinni/sínu þarf hann að skilgreina ástæður skammarinnar/gottsins og skila skömminni/gottinu til lagabreytingarnefndar 2 dögum fyrir seinasta skólafund vorannar. Lagabreytingarnefnd þarf að kanna hvort skammirnar/gottið sé/u á rökum reist/ar og ef þær/það standast/stenst. Allar þær skammir sem ekki standast verða rifnar af fundarstjóra og hann skal síðan segja eftirfarandi:

,,Eftirfarandi skammir eru uppspuni og skulu þeir sem skrifa til sín taka”

Ef skammirnar eru á rökum reistar skal fundarstjóri segja:

,,Skömm á aðra skíta,

skárra ef í eigin barm myndir líta.”

Þá mun forseti NFMH rísa upp og segja: ,,Heyr, heyr”

En þar á eftir skal hann ganga með hatt sinn og lesa allar þær skammir (allar skammir skulu vera lesnar orðréttar upp í samræmi við gildandi höfundarétt) sem fengu hljómgrunn lagabreytingarnefndar.

Eftir upplestur skammanna skal forseti segja: ,,Og megi þeir bæta sig í framtíðinni”.

Næst þar á eftir skal forseti taka poka sinn og draga þar upp öll þau gott sem að fengu hljómgrunn lagabreytingarnefndar. Eftir upplesturinn skal forseti segja:

,,Takk, takk og megi gleði og gæfa fylgja ykkur í framtíðinni og heiminum eftir lífið ef hann er til”

Ef að engar skammir berast inn, skal lagabreytingarnefnd taka að sér að útdeila gotti og skömmum. Engu að síður má lagabreytingarnefnd útdeila gotti og skömmum jafnvel þó að mikið af ábendingum berist inn.

Tekið skal fram að ein manneskja, ráð, félag, embættismaður, stjórnarmeðlimur getur fengið bæði skömm úr hatti forseta og gott úr poka hans.


5.1.10.1 Eftir upplestur skamma og hrósa verður boðið upp á syndaaflausn. Hver sá sem hefur þá eitthvað sem hann vill létta af hjarta sínu má stíga á svið og biðjast fyrirgefningar. Kjarnastjórn hefur þá 10 sekúndur, nákvæmlega, til að funda um hvort að veita eigi fyrirgefningu. Sé fyrirgefning veitt skal forseti taka upp bikar sinn fylltan vígðu vatni. Hann skal því næst sækja vatn í lófa sinn, strjúka hendinni yfir andlit syndgarans og segja hátt og skýrt: „Vér fyrirgefum þér!“.


5.1.10.2 Hávar skal byrja alla skólafundi á brandara



5.2. Félagsfundir:


5.2.1. Félagsfundi skal forseti NFMH boða til, þegar þurfa þykir. Þar skal vera fulltrúi frá hverju félagi og skal hann geta greint frá útgjöldum félagsins. Hlutverk fundanna skal vera að auka almenna umræðu um störf NFMH og auðvelda þátttöku hins almenna félagsmanns í starfi þess.


5.3. Stjórnarfundir:


5.3.1. Stjórnarfundir NFMH fara með daglega stjórnun nemendafélagsins. Þeir skulu eigi fara sjaldnar fram en vikulega og skal forseti NFMH boða til þeirra á óyggjandi hátt.


5.3.2. Stjórnarfundir hafa umboð til ákvarðanatöku í hagsmunamálum félagsmanna milli skólafunda. Allir félagsmenn í NFMH mega biðja um að tillaga sé tekin upp á stjórnarfundi NFMH


5.3.3. Stjórn NFMH situr stjórnarfundi. Félagsmenn í NFMH mega sitja fundi í umboði stjórnar NFMH.


5.3.4. Stjórnarfundur telst því aðeins gildur að meirihluti stjórnar NFMH sitji fundinn.



5.4. Stórfélagsfundir og smáfélagsfundir:


5.4.1. Stjórn NFMH skal boða til stórfélagsfundar í upphafi hverrar annar og hann sitja fulltrúar allra félaga auk embættismanna NFMH. Hlutverk stórfélagsfunda er að skipuleggja félagsstörf annarinnar. Á fundinum skulu lagðar fram starfsáætlanir félaga NFMH fyrir önnina.


6.4.2. Smáfélagsfundir eru fundir sem stjórn NFMH boðar embættismenn og fulltrúa félaga á, til skrafs og ráðagerða, eftir þörfum.


5.5. Jafnréttisfundir NFMH


5.5.1 Formenn Emblu, Bur og Haðar skulu funda reglulega með Forseta og Varaforseta um viðburði á næstunni á vegum NFMH og mega formenn Emblu, Bur og Haðar komast að sameiginlegri niðurstöðu með forseta og varaforseta telji þeir jafnréttis ekki nægilega gætt.


5.5.2 Formönnum Emblu, Bur og Haðar skal ávallt vera boðið í ritskoðun á vegum NFMH.

6. Kosningar

6.1. Kjörgengi og kosningarétt hafa eingöngu félagsmenn í NFMH.


6.2. Tvennar kosningar skulu haldnar á skólaárinu: vetrarkosningar og vorkosningar.


6.3. Vetrarkosningar skulu haldnar í lok haustannar. Þá skal kosið í embætti skólastjórnarfulltrúa. Í þessum kosningum hafa allir félagsmenn NFMH kosningarétt. Allir félagsmenn NFMH hafa kjörgengi.


6.4. Vorkosningar skulu haldnar í lok vorannar og skal þá kosið í eftirtalin embætti: Forseti, varaforseti, gjaldkeri og markaðsstjóri. Þá skulu einnig kosnir þriggja til fjögurra manna listar í stjórnir eftirfarandi félaga: Femínistafélagið Embla, Höð og Matráð. Einnig skulu kosnir þriggja til fimm manna listar í stjórnir eftirtalinna félaga: Búðarráð, Góðgerðafélag, Hinseginfélagið Bur, Leikfimifélag og ritstjórn Fréttapésa. Einnig skulu kosnir fjórir til sex manna listar í stjórn eftirtalinna félaga: Lagningardagaráð, Leikfélag, Listafélag, Málfundarfélag, Myndbandabúa, ráð Óðríks Algaula, ritsjórn Beneventum, Skemmtiráð og Umhverfisráð.


6.4.1. Við kosningu í vorkosningum skal listaframboð nefna einn einstakling oddvita listans og skal hann vera í forsvari fyrir listann.


6.4.2. Oddvitar málfundafélags, leikfélags, listafélags og skemmtiráðs, auk ritstjóra Beneventum eru einnig í framboði til stjórnar NFMH.


6.5. Frambjóðandi til stjórnar NFMH verður að hafa lokið eða vera að ljúka að minnsta kosti tveimur önnum í skólanum.


6.5.1. Frambjóðandi til gjaldkera NFMH skal vera orðin fullra 18 ára við upphaf haustannar.


6.5.2. Frambjóðandi til forseta NFMH skal hafa lokið að minnsta kosti tveimur önnum í skólanum og vera á 18. aldursári þegar vorkosningar eiga sér stað.


6.6. Sami einstaklingurinn má hvorki bjóða sig fram til né gegna fleiri en einni stöðu sem kosið er til innan NFMH í senn. Undir þetta ákvæði falla ekki þau embætti og stöður sem stjórn félagsins skipar í.


6.7. Stjórn NFMH skal skipa kjörstjórn, þar af einn formann kjörstjórnar. Kjörstjórn skal annast framkvæmd kosninga og talningu í þeim. Kjörstjórn skal vera skipuð óháðum aðilum og meðlimir kjörstjórnar mega ekki vera í framboði innan NFMH. Kjörstjórn axlar ábyrgð gagnvart NFMH.


6.8. Að minnsta kosti tveimur vikum fyrir kosningar skal auglýst eftir frambjóðendum og eiga skrifleg framboð að hafa borist kosningastjóra fyrir auglýstan framboðsfrest til að teljast gild.


6.9. Kosningalög skulu birt opinberlega í hvert sinn sem auglýst er eftir framboðum í embætti innan NFMH.


6.10. Frambjóðendum eða fulltrúum þeirra er heimilt að vera viðstaddir talningu atkvæða í samráði við kosningastjóra.


6.11. Frambjóðendum er óheimilt að nota efni og aðstöðu NFMH til auglýsingagerðar.


6.12. Segi stjórn NFMH eða stjórnarmeðlimur af sér fyrir lok kjörtímabils síns ber stjórn að efna til kosninga áður en stjórnarmeðlimur lætur af störfum. Nema ef forseti ákveði annað við sérstakar aðstæður, til að mynda ef uppkomast stórkostleg afglöp við starf. Stjórn NFMH þarf þá að sinna stöðunni þar til nýr er kosinn í stöðuna.


6.13. Láti embættismaður/stjórnarmeðlimur félags eða stjórnar NFMH af störfum fyrir lok kjörtímabils síns, skal stjórn NFMH ákveða hverju sinni hvernig staðið skal að ráðningu nýs arftaka hans. Komi ekki framboð til félags eða stöðu í nemendastjórn NFMH í vorkosningum, skal halda kosningar í upphafi haustannar. Komi þá ekki enn framboð skal nemendastjórn skipa í stöðuna.


6.14. Vanræki embættismaður/stjórnarmeðlimur félags eða stjórnar NFMH skyldur sínar, skal stjórn NFMH víkja honum úr embætti. Embættismaður/stjórnarmeðlimur sem verður fyrir brottrekstri af hendi stjórnar NFMH getur lagt fram beiðni að brottreksturinn verði borinn undir skólafund til synjunar og hefur til þess tvær vikur frá brottvikningu. Til að synjun teljist gild þarf 2/3 hluta atkvæða. Leggi embættismaðurinn/stjórnarmeðlimurinn ekki fram beiðni þess efnis innan tveggja vikna eða að synjun er felld á skólafundi stendur ákvörðun nemendastjórnar.


6.15. Ef meira en helmingur meðlima einhvers félags hafa sagt upp störfum þá skal efna til kosninga í viðkomandi félag sem fyrst.


6.16. Ef tveir eða fleiri eru jafnir í kosningum NFMH skal kosið aftur á milli þeirra efstu.


6.17. Ef auðir seðlar eru hlutfallslega fleiri en greidd atkvæði hæsta frambjóðanda nær hann ekki kjöri. Skal þá innan vikutíma auglýsa eftir nýjum frambjóðendum og halda í framhaldi af því nýjar kosningar. Ef einhver frambjóðandi nær enn ekki kjöri skal nemendastjórn skipa í stöðuna.


6.17.1. Ef frambjóðandinn er einn í framboði þarf hann að hljóta 2/3 atkvæða til að ná kjöri.


6.18. Kosningastjórar skulu birta niðurstöðu kosninga innan 24 klukkustunda eftir að kjörstað lokar að því tilskyldu að um virka daga sé að ræða.


6.19. Þeir aðilar sem taka við embættum, ráðum eða stjórn félaga innan NFMH skuldbinda sig til að fara í einu og öllu eftir lögum félagsins sem í gildi eru hverju sinni og skulu hafa til að bera þá ábyrgartilfinningu sem fylgir því að gegna starfi innan NFMH.


6.20. Framboðum er óheimilt að þiggja fyrirtækjastuðning í kosningabaráttu sinni. Þetta þýðir að óheimilt sé að gefa veitingar eða annan varning í nafni kosningarbaráttunnar.


6.21. Fyrir kosningar innan NFMH gildir að hvert framboð má ekki fara yfir 5.000 kr. í auglýsingagerð. 

7. Fjármál

7.1. Allir skráðir nemendur í NFMH greiða félagsgjald. Stjórn NFMH ákveður félagsgjald.


7.2. Greidd félagsgjöld NFMH skulu renna í nemendasjóð ásamt öllum ágóða af starfi félaga og hópa af skemmtanahaldi. Allar tekjur og gjöld skulu fara um ávísanareikning NFMH.


7.3. Innheimta félagsgjalda er í höndum nemendastjórnar í samráði við skrifstofu skólans.


7.4. Matsala MH og Mararþaraborg hafa sjálfstæðan fjárhag sem er á ábyrgð rekstraraðila hverju sinni og skulu þeir skrifa undir samning þar að lútandi við stjórn NFMH.


7.5. Stjórn NFMH skal tryggja helstu eignir félagsins fyrir þjófnaði og skemmdum af völdum elds og vatns.


7.6. Embættismönnum og félögum ber að skila stjórn NFMH fjárhags- og framkvæmdaáætlun í upphafi hverrar annar.


7.7. Ef ágreiningsmál koma upp varðandi fjárveitingar skulu þau mál leyst fyrir skólafundi.


7.8. NFMH ber enga skyldu né ábyrgð til þess að sjá þeim sem starfa í nafni félagsins fyrir matvælum né drykkjum.

8. Verslun

8.1. Á vegum NFMH starfa Mararþaraborg og Matsala MH, hvor með sjálfstæðan fjárhag. Matsala MH (Sómalía, kt: 640190-1089) er þó rekin í samráði við skólastjórn.


8.2. Matsala MH:


8.2.1 Tilgangur matsölunar er að sjá nemendum MH fyrir hollum mat á viðráðanlegu verði, auk þess sem hún sér meðlimum NFMH í nemendafélaginu fyrir hlutavinnu.


8.2.2. Rekstur matsölunar er ekki í gróðaskyni og skal verðum haldið í lágmarki hverju sinni.


8.2.3. Rekstur matsölunar skal vera ákveðinn af nemendastjórn NFMH í samráði við starfandi rekstrarstjóra matsölunar. Þær ákvarðanir sem teknar verða um störf rekstarstjóra, skulu vera í samráði við hann og honum tryggt sem best starfsöryggi. Rekstrarstjóri skal skrifa undir samning við NFMH um rekstur verslunarinnar.


8.2.4. Matsala MH skal starfa allt skólaárið.


8.2.5. Matsala MH hefur sjálfstætt bókhald sem er á ábyrgð rekstrarstjóra. Það skal endurskoðað í lok hverrar annar og skal þá berast gjaldkera NFMH.


8.2.6. Markaðsstjóri skal vera tengiliður stjórnar við rekstrarstjóra. Rekstur matsölunar er nánar ákveðinn í samningi sem stjórn NFMH og skólastjórn gera sín í milli í upphafi hvers skólaárs.


8.2.7 Í stjórn Matsölu MH sitja forseti, gjaldkeri og markaðsstjóri NFMH ásamt rekstrarstjóra, Ellý Hauksdóttur Hauth.

9. Mararþaraborg, kaffisala

9.1. Tilgangur með starfrækslu Mararþaraborgar er að veita hópum innan NFMH, sem í fjárþörf eru, tækifæri til fjáröflunar. Umsóknum um rekstur Mararþaraborgar skal skilað inn til nemendastjórnar fyrir hverja önn. Nemendastjórn skal ákveða hver fær umboð fyrir rekstrinum hverju sinni.


9.2. Mararþaraborg skal starfa allt skólaárið.


9.3.3. Mararþaraborgarstjórar, rekstraraðilar Mararþaraborgar, skulu við embættistöku skrifa undir samning um rekstur verslunarinnar.


9.4. Allir þeir sem koma að rekstri Matsölu MH og Mararþaraborgar með einum eða öðrum hætti skulu vera gildir félagar í NFMH.

10. Aðild NFMH að samvinnu milli skóla

10.1. NFMH getur tekið þátt í samstarfi milli skóla sé það samþykkt á stjórnarfundi NFMH.


10.2. Starfsemi slíks skólasamstarfs sem NFMH er aðili að má ekki stangast á við lög NFMH.


10.3. Ákveði stjórn NFMH úrsögn úr samstarfi við aðra skóla, falla sjálfkrafa úr gildi allar lagabreytingar og reglugerðir er varða viðkomandi samstarf sérstaklega. NFMH ber að virða lög samstarfs sem þáttur er tekinn í, enda stangast þau ekki á við lög NFMH.


10.4. Samband íslenskra framhaldsskólanema:

10.4.1. NFMH er aðili í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema.

10.4.2. Skólastjórnarfulltrúi er hagsmunafulltrúi NFMH í SÍF.


10.5. Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi (MORFÍS):

10.5.1. NFMH er aðili að MORFÍS sem er árleg mælsku- og rökræðukeppni milli framhaldsskólanema á Íslandi.

10.5.2. Dagleg afskipti á vegum NFMH af MORFÍS eru í höndum málfundafélags NFMH. Skal það jafnframt sjá um að skrá ræðulið NFMH til keppni árlega og borga þátttökugjald.


10.6. Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna:

10.6.1. NFMH tekur þátt í Gettu betur sem er árleg spurningakeppni milli framhaldsskólanna.

10.6.2. Stjórn NFMH ásamt málfundarfélagi skal skipa þjálfara og skal það vera gert fyrir septemberlok á ári hverju.

10.6.3. Mímisbrunnur og málfundafélagið, ásamt þeim sem situr í stýrihóp Gettu Betur fyrir hönd skólans, skulu fara með öll dagleg afskipti NFMH er tengjast Gettu betur.

11. Um lög NFMH

11.1. Stjórn NFMH er heimilt að setja reglugerðir um ýmsa þætti starfsemi NFMH stangist þær ekki á við þessi lög. Stjórnin skal kynna félögum NFMH þær reglugerðir sem hún setur í dreifibréfi innan viku frá setningu þeirra.


11.2. Breytingar á lögum NFMH fara aðeins fram á skólafundum. Lagabreytinganefnd hefur þó rétt til að samræma og lagfæra orðalag laga NFMH án innihaldsbreytinga, utan skólafunda.


11.3. Lagabreytinganefnd:


11.3.1. Lagabreytinganefnd skipa: Forseti NFMH, Varaforseti NFMH og skólastjórnarfulltrúi ásamt einum til þremur félagsmönnum NFMH skipuðum af stjórn NFMH.


11.3.2. Hlutverk lagabreytinganefndar er að fjalla um allar tillögur að breytingum og viðbótum sem fram koma á lögum NFMH og kanna hvort þær brjóti í bága við aðra þætti laga NFMH. Þá skal nefndin samræma lögin og breytingatillögurnar með tilliti til þess að lagagreinarnar stangist ekki á. Nefndin skal einnig endurskoða lög NFMH einu sinni á ári hverju og leggja fyrir skólafund.


11.3.3. Lagabreytinganefnd skal vinna á lýðræðislegum grundvelli og gæta hlutleysis í hvívetna.


11.3.4. Lagabreytinganefnd hefur rétt til að samræma og laga orðalag laga NFMH, án innihaldsbreytinga, utan skólafundar.


11.3.5. Lagabreytingarnefnd hefur rétt til að ummorða lagabreytingatillögur eða að hafna þeim sem hún telur beinlínis skaðlegar starfsemi félagsins.

Bulllagabunki

12.1. Í Blagabunkann skulu koma fram grín lög, grín gildi eða eitthvað sem að eru óformleg lög, blög.


12.2. Myndandabúi heitir hér eftir Myndbandagrettir


12.3. Fréttapési heitir hér eftir Fréttagrettir


12.4. Grettir heitir hér eftir Guðjón


12.5. Borðtennisborðið þarf að vera í minnsta lagi 4,57 m. frá inngangi Norðurkjallara til að koma í veg fyrir líkamsmeiðsl gangandi vegfarenda.


12.6. Uppaháldslög NFMH eru:

Rólegur Kúreki 

Já ég veit

Friends lagið


12.7. Blórabögli ber skylda að segja brandara á hverjum einasta skólafundi.


12.8. Fysti skóladagur hvers annar er MH-peysudagur.


12.9. Á ári hverju skal halda snjóstríð við fyrsta almennilega snjófall. Þetta á að gerast þegar allir nemendur skólans eru ekki í tíma svo sem flest geta tekið þátt. Boðið er upp á heitt kakó eftir bardagan. Væri gaman að fá kennara líka með☺️


12.10. NFMH ber skylda að setja 1/3 af öllum fjármunum í bitcoin


12.11. Hætta skal alveg við Fyndnasti MH-ingurinn keppnina svo Baldur getur verið fyndnasti MH-ingurinn að eilífu.


12.12. Bannað er að fara í sleik í skólanum.


12.13. Stofa 39 heitir hér með stofa 69.


Share by: