Embætti

 EMBÆTTI NFMH

AUGLÝSINGAGANGSTERAR 

Auglýsingagangsterar sjá um að auglýsa starfsemi á vegum NFMH í gegnum glæsileg skilti. Aðsetur þeirra er í auglýsingakompunni.



​BLÓRABÖGGULL

Hlutverk blórablögguls er að taka ábyrgð á öllu sem úrskeiðis fer í Nemendafélaginu. Ef við töpum einhverju (sem gerist samt aldrei) er það Blórarbögglinum að kenna og þarf hann að biðjast opinberlega fyrirgefningar enga síður en tveggja virkra daga eftir atburðinn.



EINHERJAR

Einherjar eru klapplið NFMH. Þeir sjá um almennt pepp fyrir og á viðburðum, meðal annars með frumsömdum söngvum og flottu klappi. Einherjar eru alltaf í stuði.



FLUGNABANI

Flugnabani NFMH hefur það hlutverk að drepa allar bananaflugur sem að ráfa um ganga skólans í götum og hádegishléum. Hann veit hvar helstu uppsprettustaðir bananaflugna er. Flugnabaninn er almennt mikill dýravinur og hjálpar þeim dýrum, sem kunna að koma inn í MH, út úr skólanum. Á mánudögum klæðist Flugnabani bol með dýramynd. 



FLUGNABANABANI

Flugnabanabani NFMH er embætti sem er í stöðugri baráttu við flugnabana NFMH, og ríkir eilíf togstreita þeirra á milli. Flugnabanabani er gjarnan afbrýðissamur út í Flugnabana og er skyldugur til að útrýma allri starfsemi Flugnabanans.



GÆSLUMEISTARI/GÆSLA

Gæslumeistari hefur yfirumsjón með gæslu á viðburðum innan NFMH. Hann er laganna vörður, hann er stoð og stytta Nemendafélagsins. Það er hlutverk gæslunnar að sjá til þess að engin vímuefni komist innan veggja skólans.



HÚSBAND

Húsbandstjóri sér um að halda áheyrnarprufur fyrir húsbandið. Húsbandið spilar á böllum NFMH, ásamt því að halda uppi góðri stemningu á keppnisviðburðum MH. 



GLÓSUMEISTARI

Glósumeistari hefur umsjón yfir glósubanka NFMH. Það er hægt að hafa samband við Glósumeistarann gegnum glosubanki@nfmh.is



KJALLARAVÖRÐUR

Kjallaraverðir hafa yfirumsjón með norðurkjallara og bera ábyrgð á því að öllu sé rétt upp raðað eftir viðburði.



LAGABREYTINGARNEFND

Hlutverk lagabreytingarnefndar er að halda utan um skólafundi og endurskoða lög NFMH reglulega. Nefndin setur einnig upp power-point skjal með öllum upplýsingum fyrir komandi fund. 



MARKAÐSNEFND

Markaðsstjóri skal hafa yfirumsjón með markaðsnefndinni. Markaðsnefnd sér um öflun styrkja og auglýsinga til að fjármagna störf NFMH. Sem dæmi má nefna fyrir útgáfu nemendafélagsskírteina, Beneventum, uppsetningu leikritsins og fleira. 



MÍMISBRUNNUR

Mímisbrunnur er skipaður af liðsmönnum Gettu Betur ásamt liðstjórum. Mímisbrunnur ásamt Málfundafélagi sér um öll dagleg afskipti NFMH er tengjast Gettu betur, ásamt því að halda Besserwisser, innanskólaspurningakeppnina. 



MYRKRAHÖFÐINGJAR

Myrkrahöfðingjar hafa umsjón með ljósmyndaaðstöðu NFMH og sjá um viðhald á tækjum þar. Myrkrahöfðingjar annast einnig myndatökur á skemmtunum og atburðum á vegum NFMH, t.d. böllum. Þeir sjá einnig um nemendamyndatökurnar Skaramúss árlega.



TÆKJAMERÐIR

Tækjamerðir hafa yfirumsjón með öllum tækjum og tólum og sjá um að setja upp og taka niður hljóðkerfi alltaf þegar við á.

Share by: