Fréttir

Sverrir

Busavika!

Nú framundan er hin mikilfenglega busavika sem hefur verið búin til bara fyrir þig kæri busi. Dagskráin er alveg hreint ótrúleg:

Mánudagur: BUSADJAMM
Húsið opnar 20:00, hefst 20:30
Heyrst hefur að þeir busar sem mæta ekki á busadjammið verði busar að eilífu. VARÚÐ: þetta verður SVEITT

Þriðjudagur: MÖNSKVÖLD
Hefst 16:20
Kúrum okkur saman yfir mynd og hámum í okkur snakk og gos sem við þurfum ekki einu sinni að borga fyrir (uuu, næs?)

Miðvikudagur: LEYNIKVÖLD
Húsið opnar 19:30, hefst 20:00

Fimmtudagur: RÁÐAKYNNINGAR
Húsið opnar 19:00, hefst 19:30
Hvað er Óðríkur Algaula? Hvernig sæki ég um í Listó?? MÆTTU ef þú vilt vita allt um ráð, embætti og nefndir innan NFMH.

Föstudagur: BUSAFERÐ!!!
Allar frekari upplýsingar um busaferðina er hægt nálgast hjá stjórn NFMH! (lali er fossiti)

Á döfinni

glósur

CMYK_Blue_Type_International_Vert

nfmh-kubbur

Novalogo

Um NFMH

NFMH stendur fyrir Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur félagið aðsetur í Norðurkjallara skólans. Félagið hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1966. Stjórn félagsins skipa tíu nemendur við skólann, kosnir til eins árs í senn.

Hafðu samband!
  • Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð
  • Hamrahlíð 10
  • 105 Reykjavík
  • nfmh@nfmh.is

 

  • Ábendingar vel þegnar á nfmh@nfmh.is!
Samfélagsmiðlar

    Facebook     TwitterInstagram


2014 NFMH. - Allur réttur áskilinn