Fréttir

Jóhannes Hrafn

Hinseginvika

Fyrsti dagur hinseginviku NFMH var í dag en þegar nemendur mættu í skólann var búið að skreyta Matgarð í öllum regnbogans litum, frá gólfi og upp í loft. Hinseginvika er samstarfsverkefni listafélags og hinseginfélagsins Bur sem stofnað var á fyrsta skólafundi annarinnar en stofnun þess var samþykkt nánast samhljóða af nemendum. Dagskrá vikunnar er svohljóðandi:

ÞRIÐJUDAGUR: Mönskvöld (kl. 16:20)

Horft verður á hinsegin kvikmynd í Norðurkjallara með tilheyrandi mönsi.

MIÐVIKUDAGUR: Hinseginsúpa (kl. 12:25)

Listafélagið eldar dýrindissúpu ofan í nemendur (gegn klinki, en allur ágóði rennur til Samtakanna '78). 

FIMMTUDAGUR: Hinseginfræðsla (kl. 19:15)

Jafningjafræðarar og nemendur fræða áhugasama í Norðurkjallara.

FÖSTUDAGUR: Hádegistónleikar (kl. 12:35)

Krakk og Spaghettí spila fyrir lýðinn á Matgarði í hádeginu!

Á döfinni

glósur

Novalogo

Um NFMH

NFMH stendur fyrir Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur félagið aðsetur í Norðurkjallara skólans. Félagið hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1966. Stjórn félagsins skipa tíu nemendur við skólann, kosnir til eins árs í senn.

Hafðu samband!
  • Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð
  • Hamrahlíð 10
  • 105 Reykjavík
  • nfmh@nfmh.is

 

  • Ábendingar vel þegnar á nfmh@nfmh.is!
Samfélagsmiðlar

    Facebook     Twitter     Instagram


2014 NFMH. - Allur réttur áskilinn