Ljóð

fáviti


þú leyfðir þér það að gera,

kuldi yfir mig fór

og ég þurfti þar að vera

frosin eins og snjór


eftir situr sár í mér

og þú komst upp með allt

býstu við að ég fyrirgefi þér?

nei, ekki svo einfalt


sofandi, vakandi, skiptir ei máli

þetta er líkaminn minn

lítill logi varð að miklu báli

það ert þú sem ert fávitinn


þú leyfðir þér það að gera,

ÞÚ skömmina munt bera



steinunn lóa lárusdóttir


heimferð #197


settu annan fótinn

fyrir framan hinn

svo hinn fótinn

og aftur hinn


aftur og aftur

þar til þú ert komin heim


nú máttu hætta

að kreppa bláhvítan hnefann

utan um lyklakippuna


                                                                      Hekla Kollmar

  Kæra feðraveldi I


  Ég þoli ekki hvernig þú brýtur,

  brýtur mig niður og slítur.

  Segir mér hvernig ég ætti að vera, 

  mig ætti að bera.

  Þú vilt mig bara kyngera, allsbera

  ég er kynvera.

  Þú heldur að þú eigir mig

  teygir, hneigir, beygir mig.

  En þar liggur einmitt hundurinn grafinn

  ég er svo fokking yfir þig hafin.

  Feðraveldi, hlustaðu,

  nú muntu skjálfa,

  ég er sexý fyrir mig sjálfa.


Júlía Karín Kjartansdóttir

  Kæra feðraveldi II


  Ég verð að passa mig.

  Má ekki vera of kjánaleg, asnaleg, sýnileg

  fyrir þig.

  Þú ert töff í þínu kóngsríki,

  ef ég er töff er það athyglissýki.

  Ég á bara að vera máttlítil, 

  gagnslítil, klæðlítil, þrótlítil, svolítil

  svolítið daðrandi,

  samt ekki of mikið.

  Fylgja þér blindandi,

  samt ekki fara yfir strikið.

  Leyfa þér að drottna yfir mér

  hvers vegna annars væri ég hér?

  Vinur, nú er kominn tími á breytingar.

  Við stígum fram sterkar sem alltaf,

  drottningar.

  Þú lýtur allt of stórt á þig sjálfan

  en sannleikann nú fram ég dreg.

  Þú átt ekki heiminn nema hálfan,

  hinn helminginn á ég.


    Júlía Karín Kjartansdóttir

Eftir ísferð með Lóu og

Hrafnhildi 23. jan 2018


Það er þessi kona

sem ég hitti stundum í strætó.

Hún er alltaf með stóran trefil

sem hún breyðir yfir mig

þegar mér er kalt.

Hún segir mér til vegar

þegar ég er villt

og hún borgar fyrir farið mitt

þegar ég á ekki fyrir því sjálf.

Svo segir hún stundum við mig

„vá hvað þú ert dugleg að taka strætó.“

Hún er mögnuð þessi kona.

Ég vildi að allar konur væru svona.


Júlía Karín Kjartansdóttir

án titils


mamma

viltu kenna mér

að setja í vél

að sjóða egg

að sauma


sauma saman

sjálfsmyndina

sem er slitin

eins og gömul tuska


hekla kollmar


                      Mitt 


                      Þetta

           er minn líkami

                 mín brjóst

                minn magi

        mín krumpuðu læri


                 mín píka


      mín hár og mínar hendur

       þetta er minn líkami

              

             tilheyrir mér


                 einungis


                     mér.


                 Nafnlaust


                   

        skuggi – guðrún


er hann leit í laut æskunnar

í sinn skugga

hét hann hástöfum til himna skara:

garún, garún


árin voru þér órakvöl

húngur án matar

þorsti án svala

hjartasár sem ekki má nefna sínu réttu nafni

því þú veist ekki hvað hún heitir

né hvaða lífi hún lifir

og það eina sem þú elskaðir var skuggi

er þú gerðist skuggi hennar


ég vaki

kvíðaslegin og dauðhræddur af eigin skugga

 

Óðinn Jökull  


Share by: