Auglýsingagangsterar

Auglýsingagangsterar sjá um að auglýsa starfsemi á vegum NFMH í gegnum glæsileg skilti. Aðsetur þeirra er í auglýsingakompunni.

Ásdís Hanna Guðnadóttir (stjóri)
Melkorka Þorkelsdóttir (stjóri)
Jarþrúður Iða
Kári Arnarsson
Silja Jónsdóttir
Sindri Dýrason
Ynja Blær

Blóraböggull

Hlutverk blórablögguls er að taka ábyrgð á öllu sem úrskeiðis fer í Nemendafélaginu. Ef við töpum einhverju (sem gerist samt aldrei) er það Blórarbögglinum að kenna og þarf hann að biðjast opinberlega fyrirgefningar enga síður en tveggja virkra daga eftir atburðinn.

Blóraböggull er:
Baldur Viggósson Dýrfjörð

Einherjar

Einherjar eru klapplið NFMH. Þeir sjá um almennt pepp fyrir og á viðburðum, meðal annars með frumsömdum söngvum og flottu klappi. Einherjar eru alltaf í stuði.

Einherjarnir eru:
Díana Rós Hanh Jónatansdóttir
Birkir Fannar Harðarson
Harpa Friðriksdóttir

 

Flugnabani

Flugnabani NFMH hefur það hlutverk að drepa allar bananaflugur sem að ráfa um ganga skólans í götum og hádegishléum. Hann veit hvar helstu uppsprettustaðir bananaflugna er. Flugnabaninn er almennt mikill dýravinur og hjálpar þeim dýrum, sem kunna að koma inn í MH, út úr skólanum. Á mánudögum klæðist Flugnabani bol með dýramynd.  

Flugnabaninn er :
Freyr Snorrason

Flugnabanabani

Flugnabanabani NFMH er embætti sem er í stöðugri baráttu við flugnabana NFMH, og ríkir eilíf togstreita þeirra á milli. Flugnabanabani NFMH er gjarnan afbrýðissamur út í Flugnabana og er skyldugur til að útrýma allri starfsemi Flugnabanans.

Flugnabanabaninn er:
Sverrir Páll Einarsson

Gæslumeistari/gæsla

Gæslumeistari hefur yfirumsjón með gæslu á viðburðum innan NFMH. Hann er laganna vörður, hann er stoð og stytta Nemendafélagsins. Það er hlutverk gæslunnar að sjá til þess að engin vímuefni komist innan veggja skólans.

Gæslumeistari er:
Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Húsband

Húsbandstjóri sér um að halda áheyrnarprufur fyrir húsbandið. Húsbandið spilar á böllum NFMH, ásamt því að halda uppi góðri stemningu á keppnisviðburðum MH.  

Húsbandsstjórar eru:
Gunnar Ágústsson
Gabríel Örn Ólafsson
Jakob van Oosterhaut
Baldvin Snær Hlynsson

I.B.-fulltrúar

I.B.-fulltrúar eru tengiliðir I.B.-nemenda við stjórn NFMH, og aðstoða þá við hvers konar vandamál. Þeir skulu einnig sjá um samskipti við I.B.-skóla innlendis og erlendis. Þetta skal gert í samráði við stjórn NFMH.  

I.B.-fulltrúar eru:
Heida Maack
Hafdís Ósk Hrannarsdóttir
Dima Shamkuts

Kjallaravörður

Kjallaraverðir hafa yfirumsjón með norðurkjallara og bera ábyrgð á því að öllu sé rétt upp raðað eftir viðburði

Kjallaravörður er:
Eyþór Gunnlaugsson

Lagabreytingarnefnd

Hlutverk lagabreytingarnefndar er að halda utan um skólafundi og endurskoða lög NFMH reglulega. Nefndin setur einnig upp power-point skjal með öllum upplýsingum fyrir komandi fund.  

Í lagabreytingarnefnd sitja:
Jóhannes Hrafn Guðmundsson
Lárus Jakobsson
Sindri Már Fannarsson
Sunneva Líf Albertsdóttir

Markaðsnefnd/Stjóri

Markaðsstjóri/stýra er skipaður af nýkjörinni stjórn NFMH á vorönn. Hann/hún skal hafa yfirumsjón með markaðsnefndinni. Markaðsnefnd sér um öflun styrkja og auglýsinga til að fjármagna störf NFMH. Sem dæmi má nefna fyrir útgáfu nemendafélagsskírteina, Beneventum, uppsetningu leikritsins og fleira.  

Í markaðsnefnd sitja:
Nökkvi Nils (markaðsstjóri)

Mímisbrunnur

Mímisbrunnur er skipaður af liðsmönnum Gettu Betur ásamt liðstjórum. Mímisbrunnur ásamt Málfundafélagi sér um öll dagleg afskipti NFMH er tengjast Gettu betur, ásamt því að halda Besserwisser, innanskólaspurningakeppnina. 

Í Mímisbrunni sitja:

Myrkrahöfðingjar

Myrkrahöfðingjar hafa umsjón með ljósmyndaaðstöðu NFMH og sjá um viðhald á tækjum þar. Myrkrahöfðingjar annast einnig myndatökur á skemmtunum og atburðum á vegum NFMH, t.d. böllum. Þeir sjá einnig um nemendamyndatökurnar Skaramúss árlega.

Myrkrahöfðingjar eru:
Sara Þöll Finnbogadóttir (stjóri)
Birna Særós Sigurbergsdóttir
Elena Bjarnadóttir
Hildur Iðunn Sverrisdóttir
Hrafnhildur Anna
Hrafnhildur Orradóttir
Jón Baldvin Helgason Möller
Katrín Erla Friðriksdóttir
Nikulás Tumi Hlynsson
Una Lilja Jónsdóttir

Nuddarar stjórnarinnar

Nuddari stjórnar sér um að losa spennu þreyttra og útkeyrðra stjórnarmeðlimar. Þeir halda lífinu í þeim á erfiðustu tímum þar sem 1000 verkefni eru með skilafrest daginn eftir og það á eftir að panta puslur fyrir allan skólann. Nuddari stjórnarinnar er mikilvægasta embætti skólans.

Nuddarar stjórnarinnar eru:
Halldór Hrafnkell Thorlacius
Thelma Sigurhansdóttir

Tækjamerðir

Tækjamerðir hafa yfirumsjón með öllum tækjum og tólum og sjá um að setja upp og taka niður hljóðkerfi alltaf þegar við á.

Tækjamerðir eru:
Alexis Garcia
Axel Thor
Hallgrímur Þorsteinsson
Hrafnhildur Anna
Jón Ragnar Björgvinsson
Magnea Magnúsdóttir
Magnús Thorlacius
Nökkvi Nils

Vefnefnd

Vefnefnd sér um almennt viðhald á glæsilegri vefsíðu NFMH og er sífellt með puttann á púlsinum og þráðinn í nálinni. Vefnefndin sér einnig um netföng ráða og stjórnarmeðlima.


Í vefnefnd sitja:
Sverrir Arnórsson (vefstjóri)
Jóhannes Hrafn Guðmundsson (knapi og riddari)
Alexandra Diljá (riddari)
Anna Rós Árnadóttir (riddari)
Hildur Iðunn Svessadóttir (riddari)

 

Um NFMH

NFMH stendur fyrir Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur félagið aðsetur í Norðurkjallara skólans. Félagið hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1966. Stjórn félagsins skipa tíu nemendur við skólann, kosnir til eins árs í senn.

Hafðu samband!
  • Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð
  • Hamrahlíð 10
  • 105 Reykjavík
  • nfmh@nfmh.is

 

  • Ábendingar vel þegnar á nfmh@nfmh.is!
Samfélagsmiðlar

    Facebook     Twitter     Instagram     YouTube


2017 NFMH. - Allur réttur áskilinn