Skilmálar miðakaupa á ball NFMH

 1. Ekki er heimilt að mæta undir áhrifum vímuefna á ball. Ef einstaklingur mætir undir áhrifum áfengis á ball ógildist miðinn og fæst hann ekki endurgreiddur.
 2. Ef einstaklingur mætir ekki á ball og skilar ekki miðanum fyrir lokun á miðasölu í glerbúri fæst miðinn ekki endurgreiddur.
 3. Meðlimir NFMH mega bjóða einum gesti á ball. Með því að bjóða gesti á ballið ábyrgist bjóðandi að gesturinn sé stilltur og verði foreldrum sínum ekki til skammar. 
 4. Kaupandi skal ganga úr skugga um að allar upplýsingar sem gefnar eru upp við miðakaup séu réttar og sannar. Séu persónuupplýsingar ekki réttar getur kaupandi átt hættu á að vera ekki hleypt inn á ballið. 
 5. NFMH ábyrgist ekki þær skemmdir sem kunna að verða á verðmætum á meðan balli stendur. 
 6. NFMH ábyrgist ekki þau slys sem kunna að verða á fólki á meðan balli stendur.
 7. Allar þær skemmdir sem einstaklingur kann að vinna á þeim stað sem ballið kann að vera á og þeim búnaði, skreytingum, drapperingum o.þ.h. eru á ábyrgð þess sem brotið vinnur.  Ef skemmdaverkarmaður er gestur sem boðinn er á ballið getur NFMH meinað ábyrgðarmanni hans inngöngu á önnur böll sem kunna að fylgja.
 8. Miðahafi skal bera virðingu fyrir því starfsfólki sem vinnur á ballinu, s.s. starfsfólki gæslunnar, hljóðmönnum, ljósamönnum og tónlistarmönnum o.s.fr. 
 9. Miðahafi samþykkir að koma með góða skapið, vilja um að skemmta sér konunglega og að haga sér ekki eins og asni.
Um NFMH

NFMH stendur fyrir Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur félagið aðsetur í Norðurkjallara skólans. Félagið hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1966. Stjórn félagsins skipa tíu nemendur við skólann, kosnir til eins árs í senn.

Hafðu samband!
 • Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð
 • Hamrahlíð 10
 • 105 Reykjavík
 • nfmh@nfmh.is

 

 • Ábendingar vel þegnar á nfmh@nfmh.is!
Samfélagsmiðlar

    Facebook     Twitter     Instagram     YouTube


2017 NFMH. - Allur réttur áskilinn