24.4.2017

Niðurstöður vorkosninga NFMH 2017

Hér má sjá niðurstöður vorkosninga NFMH 2017. Takk fyrir að kjósa!

Here you can see the results of NFMH's 2017 spring elections. Thank you for voting!

Skoða niðurstöður / See results 

6.4.2017

Kappræður vorkosninga NFMH

Kappræður milli frambjóðenda í vorkosningum NFMH 2017 verða fimmtudaginn 6. apríl. Kappræður milli listaframboða byrja kl. 17:00 og verða í beinni í útvarpinu á fm 94,0 eða á spilarinn.is! 
Kappræður milli einstaklingsframboða byrja kl. 20:10 og verða í Norðurkjallara og MH-ingum er að sjálfsögðu velkomið að mæta eða þá að hlusta í beinni í útvarpinu.

Hér er listi yfir tímasetningar kvöldsins.
30.3.2017

Verzlóball NFMH

Verzlóball NFMH verður haldið n.k. miðvikudag, 5. apríl í Gullhömrum! Þöll þeytir skífum. Áttan kemur og spilar vonandi Neinei :D 12:00 ætla að koma ásamt Aroni Hannesi og Sturla Atlas og 101 BOYS enda kvöldið með stæl.

Netmiðasala byrjar á föstudaginn!!!!
Almenn miðasala er á MÁN-ÞRI-MIÐ
Miðinn er á 3.500kr fyrir bæði NFMH OG Verzlinga! 4.000kr fyrir utanskóla.

Allir NFMH meðlimir geta boðið 1 utanskólavin bæði í netmiðasölu sem og í miðasölunni upp í skóla!
Miðasalan verður í gryfjunni.

21.3.2017

Framboðvika / Election week

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til framboða í framboðsvikunni, 5-7. apríl næstkomandi!
Sendið post á kosningar@nfmh.is og látið fylgja með eftirfarandi: hver er í framboðinu og fyrir hvaða stöðu/ráð. Ef um listaframboð er að ræða þarf að koma fram hver er oddviti og hver er gjaldkeri.
Lokað verður fyrir umsóknir 31. mars kl. 23:59

We have now opened up for campaign applications for the upcoming election week, 5-7 of April! Send us an email at kosningar@nfmh.is with the following information included: who is running and for what position. If you are in a group please specify who will be the leader and who will be the treasurer.
We will not accept applications coming later than 31st of March, 23:59.

 

5.3.2017

Sýningartímar á sýningu LFMH 2017

Hægt er að panta miða með því að senda póst á leikfelag@nfmh.is eða senda Leikfélagi MH skilaboð á Facebook. 

Föstudagurinn 3. mars kl. 20:00
Sunudagurinn 5. mars kl. 14:00
Þriðjudagurinn 7. mars kl. 20:00
Fimmtudagurinn 9. mars kl. 20:00
Föstudagurinn 10. mars kl. 18:00
Þriðjudagurinn 14. mars kl. 20:00
Miðvikudagurinn 15. mars kl. 20:00
Fimmtudagurinn 16. mars kl. 20:00
Sunnudagurinn 19. mars kl. 14:00
Fimmtudagurinn 23. mars kl. 20:00
Föstudagurinn 24. mars kl. 18:00

25.2.2017

Panta Beneventum Vika

Nú styttist óðfluga í útgáfu Beneventum! 
Af umhverfisástæðum ætlar Beneventum ekki að panta of mörg eintök!
NÚ ÞURFA ALLIR BARA AÐ SKRÁ SIG TIL AÐ FÁ FRÍTT EINTAK!!! JÁ FINT? JÁ FÍNT. 
Svo kemur Beneventum líka út á netinu!

Ritsjórn Beneventum mun vera alla vikuna á Matgarði :- )
Eina sem þú þarft að gera er að:
- Mæta á Matgarð.
- Skrá þig
- læk og deila 
Og þú ert kominn í pottinn!!!

Hljómsveitin RuGl spilar á þriðjudag í hádeginu.

22.2.2017

Lagningardagar 2017

SKOÐA DAGSKRÁ / VIEW SCHEDULE

Elsku börn,

Það er komið að því! Lagningardagar 2017. Líkt og hér árum áður verður hefðbundin kennsla brotin upp með þriggja daga veislu. Yfir hundrað fyrirlestrar, smiðjur, dans, tónleikar og margt meira. 

Dagskráin hefst klukkan 09:00 á miðvikudaginn. Maraþaraborg mun sjá um veitingasölu (styrkja kórinn jeii)

Stimplakort munu fást inni í öllum stofum í byrjun dags og eftir það er hægt að ná í kort inni á skrifstofu. Þurfum við að minna ykkur á að það er mætingarskylda á Lagningardaga og þurfið þið að skila inn fullstimpluðu korti á skrifstofuna til að fá mætingu fyrir alla þrjá dagana. 

Hlökkum til að sjá ykkur elskurnar.

Dear children,

It's time! Lagningardagar 2017. Like previous years the normal schedule will be broken up with a three day party. This year we are offering over a hundred events, including but not limited to lectures, dancing and concerts.

We fun will start at 09:00 on Wednesday. Maraþaraborg will have a bakesale( too support the choir)

You can find your stampcard in classrooms at the beginning of Wednesday and after that you can find them at the office. We have to remind you that attendance is mandatory and you have to turn in a fully stamped card to have attendance for the full three days.

Looking forward to it!

13.2.2017

RÓNAR vika NFMH 2017

Jashjææælll!! Rónarvika MH verður haldin hátíðleg núna dagana 13.-17. febrúar, sama tíma og daddy hátíðin sjálf (Sónar Reykjavík).

Það verður crazy bitch ass góð tónlist í lunchtime svo allir geti notið og verið elgslakir eða turnt baby!!

— LINEUP —
13. mánudagur: FOREVEREVER
14. þriðjudagur: WESEN
15. miðvikudagur: asdfhg. 
16. fimmtudagur: Geisha Cartel
17. föstudagur: smjörvi og HRNNR

17.1.2017

MORFÍs: MH vs FSN

Nú er komið að því að MH mæti FSN í 16 liða úrslitum MORFÍs!

Lið MH er að gjörbreyta leiknum og því er þetta keppni sem þú vilt ekki missa af.
Hingað til hefur MORFÍs gert áhorfendum lífið leitt með því að vera langdregin og klisjukennd keppni sem lætur áhorfendur verða illt í rassinum af því að sitja og bíða eftir úrslitum.
Það mun koma til með að breytast á fimmtudaginn. Lið MH ætlar að breyta MORFÍs í áhorfendavæna keppni og til þess þarf áhorfendur. Mætum og styðjum liðið okkar til sigurs.

Umræðuefnið er "Ferðir til Mars". FSN mælir með og MH á móti. Keppt verður á Miklagarði n.k. fimmtudag kl. 7.

20.11.2016

Vetrarkosningar NFMH 2016

Kosið verður til skólastjórnarfulltrúa næstkomandi miðvikudag! 

MÁNUDAGUR:
Frambjóðendur kynna framboð sín á Matgarði.
ÞRIÐJUDAGUR:
Frambjóðendur kynna framboð sín á Matgarði. Eftir skóla (kl. 16:20) verða haldnar kappræður í Norðurkjallara.
MIÐVIKUDAGUR:
Kosið verður í kosningabásum á Matgarði.
FIMMTUDAGUR:
Niðurstöður kosninga kynntar.

Nýtum kosningaréttinn!

------------------ENGLISH------------------

We will elect our next student representative next wednesday!

MONDAY:
Candidates present their campaigns at Matgarður.
TUESDAY:
Candidates present their campaigns at Matgarður. Debates @ Norðurkjallari after school (16:20).
WEDNESDAY:
Elections will be at Matgarður. 
THURSDAY:
Results announced.

Exercise your right to vote!

15.11.2016

Góðgerðarvika / Week of good deeds

CLICK TITLE FOR ENGLISH

Góðgerðavika NFMH verður haldin þann 14-18 nóvember í samstarfi við SOS Barnaþorp. Að þessu sinni ætlum við að styrkja neyðaraðstoð í Sýrlandi en þörfin er gríðarlega mikil þar.

MÁNUDAGUR

Lukkuhjól og áheiti!

ÞRIÐJUDAGUR

Lukkuhjól og áheiti!
Ungmennaráð SOS Barnaþorps verður með kynningu á bókasafninu!

MIÐVIKUDAGUR

Lukkuhjól og áheiti!
í hádeginu ætlar Matráður ætlar að selja VEGAN BROWNIES!

FIMMTUDAGUR

Blóðbíllinn!
Uppistandskvöld í Norðurkjallara!
- Dóri DNA
- Improv Ísland
-Hugleikur Dagsson

FÖSTUDAGUR

Lukkuhjól og áheiti!
Leiksýning Róleg verður sýnd í undirheimum!

7.11.2016

Útvarpsvika / Radio week

HLUSTA / LISTEN

SKOÐA DAGSKRÁ / VIEW SCHEDULE

Útvarpsvika NFMH verður haldin 7.-11. nóv!
Full dagskrá af sjúklega skemmtilegu fólki að spjalla, spila tónlist, hringja í spennandi fólk og hafa gaman!
Tíðnin er 94,0!
Lagasmíðakeppni NFMH verður svo útvörpuð á fimmtudaginn og byrjar keppnin kl: 20:00
Ekki missa af þessu!

The NFMH radio week is starting!
The week will have a lot of different & exciting programs where people will chat, have call-ins, play music and have a good time!
The Songwriting contest will be held on Thursday at 8 PM!
Tune in!

31.10.2016

Jafnréttisvika Emblu

Femíninstafélagið Embla stendur fyrir jafnréttisviku í MH vikuna 31. október til 4. nóvember. Dagskráin er svohljóðandi:

Mánudagur 31 Okt: 
Hljómsveitin Amber ætlar að taka nokkur hugljúf lög í hádeginu til að leiða okkur inn í vikuna með hamingju í hjarta en baráttuhug
Þriðjudagur: 1. Nóv
Í hádeginu verður Amnesty með undirskriftasöfnun.
Kvöld: opinn fundur, mælum með að mæta, verður mikið pepp
Miðvikudagur: 2. Nóv
Í hádeginu ætlar varaforkonan Áslaug að spá og spekulera í míkrófón á matgarði, og svo verður vegan tómatsúpa með!
Kvöld: Sjálfsvarnarnámskeið! 
Fimmtudagur: 3. Nóv
Fulltrúi frá Stígamótum ætlar að leggja nokkur orð í belg og fræða okkur um starfsemina 
Föstudagur: 4. Nóv
FÖSSARATÓNLEIKAR. Hljómsveitin Wayward ætlar að peppa okkur upp í helgina í hádeginu.

ENGLISH:

Embla's week of equalitiy in MH will take place from 31. October to 4. November. Here's the program:

Monday:
Amber will perform some nice and cozy music to guide us calmly into this week of the battle for equality!
Tuesday:
Amnesty international will have a petition on matgarður!
After school: Embla's first open meeting! We promise good discussions and solidarity!
Wednesday:
Áslaug is going to talk in the microphone on matgarður while matráður will serve some delecious vegan tomato soup!
After school: Self defense class!
Thursday:
Stígamót will come to inform us about their activities
Friday:
IT'S FRIDAY GOTTA GET DOWN ON FRIDAY 
so the band Wayward will perform at matgarður during lunch!

13.10.2016

Grímuball NFMH

ENGLISH BELOW.

Hið árlega grímuball NFMH verður haldið 19. október, n.k. miðvikudag!

Húsið opnar kl. 22:00 og lokar kl. 23:00. Ballið stendur til kl. 01:00 og verður haldið í Gullhömrum.
Verð fyrir meðlimi NFMH er 3500 kr. og verð fyrir nemendur utan NFMH er 4000 kr.
Ölvun ógildir miðann og rafsígarettur eru ekki leyfilegar.
FRIÐRIK DÓR og FM BELFAST trylla lýðinn!

Við viljum sjá alla í búningum!

---

The annual carnival ball will be held next Wednesday, the 19th of October!

Doors open @ 22:00 and close @ 23:00. We'll dance at Gullhamrar to 01:00!
Price for NFMH members is 3500 kr., others 4000 kr.
Intoxication invalidates your ticket and vapes and e-cigs are not allowed.
FRIÐRIK DÓR and FM BELFAST will perform for us!

We want to see everybody wearing costumes!

 

9.10.2016

Spunavika

Já, það er komið að SPUNAVKU LFMH!
Dagskrá vikunnar er eftirfarandi:

Mánudagur: Sleiktu Hnetur námskeið kl. 21 í Norðurkjallara.
Þriðjudagur: Mönskvöld! Horfum á Blue Valentine sem er geggjuð mynd byggð á spuna
Miðvikudagur: Spunasýning í Undirheimum í hádeginu!
Föstudagur: Sleiktu Hnetur spunakeppni Kl. 20 í Norðurkjallara!

3.10.2016

MH - hvenó

Kæru MH-ingar!
Nú er komið að hinum árlega viðburði þar sem MH-ingar mæta hvenskælingum og keppa í hinum ýmsu þrautum!

Vikan verður stúftull af uppákomum og mun ná hámarki á föstudagskvöldið þar sem MH mun mæta liði hvenskælinga í æsispennandi ræðukeppni. 

Á fimmmtudeginum verður hleypt fyrr úr tíma kl 15:40 og þá söfnumst við saman á Matgarði og göngum saman á Klambratún í stórri fylkingu! Dagurinn hefst kl. 16:00 á Klambratúni. Pulsur og bulsur verða í boði!

Vilt þú keppa fyrir hönd MH í eftirfarandi greinum? Skráning er hafin á leikfimi@nfmh.is!

12.9.2016

Hinseginvika

Fyrsti dagur hinseginviku NFMH var í dag en þegar nemendur mættu í skólann var búið að skreyta Matgarð í öllum regnbogans litum, frá gólfi og upp í loft. Hinseginvika er samstarfsverkefni listafélags og hinseginfélagsins Bur sem stofnað var á fyrsta skólafundi annarinnar en stofnun þess var samþykkt nánast samhljóða af nemendum. Dagskrá vikunnar er svohljóðandi:

ÞRIÐJUDAGUR: Mönskvöld (kl. 16:20)
Horft verður á hinsegin kvikmynd í Norðurkjallara með tilheyrandi mönsi.
MIÐVIKUDAGUR: Hinseginsúpa (kl. 12:25)
Listafélagið eldar dýrindissúpu ofan í nemendur (gegn klinki, en allur ágóði rennur til Samtakanna '78). 
FIMMTUDAGUR: Hinseginfræðsla (kl. 19:15)
Jafningjafræðarar og nemendur fræða áhugasama í Norðurkjallara.
FÖSTUDAGUR: Hádegistónleikar (kl. 12:35)
Krakk og Spaghettí spila fyrir lýðinn á Matgarði í hádeginu!

21.8.2016

Busavika!

Nú framundan er hin mikilfenglega busavika sem hefur verið búin til bara fyrir þig kæri busi. Dagskráin er alveg hreint ótrúleg:

Mánudagur: BUSADJAMM
Húsið opnar 20:00, hefst 20:30
Heyrst hefur að þeir busar sem mæta ekki á busadjammið verði busar að eilífu. VARÚÐ: þetta verður SVEITT

Þriðjudagur: MÖNSKVÖLD
Hefst 16:20
Kúrum okkur saman yfir mynd og hámum í okkur snakk og gos sem við þurfum ekki einu sinni að borga fyrir (uuu, næs?)

Miðvikudagur: LEYNIKVÖLD
Húsið opnar 19:30, hefst 20:00

Fimmtudagur: RÁÐAKYNNINGAR
Húsið opnar 19:00, hefst 19:30
Hvað er Óðríkur Algaula? Hvernig sæki ég um í Listó?? MÆTTU ef þú vilt vita allt um ráð, embætti og nefndir innan NFMH.

Föstudagur: BUSAFERÐ!!!
Allar frekari upplýsingar um busaferðina er hægt nálgast hjá stjórn NFMH! (lali er fossiti)

5.6.2016

Hönnunarsamkeppni NFMH: Nemendafélagsskírteini

Langar þig að hanna nemendafélagsskírteini NFMH?

 

NFMH blæs til árlegrar hönnunarsamkeppni þar sem nemendum gefst kostur á að senda inn sýna hugmynd að fallegu skírteini. Vinningshönnunin er síðan prentuð í hundraðavís en gegn framvísun skírteinisins fá nemendur víðs vegar afslátt af vöru og þjónustu.

Hér eru nokkur ráð:

 1.  Skírteinið er u.þ.b. 85mm × 55mm að stærð.
 2.  Eini textinn sem verður að vera á kortinu er "NFMH" að framan og "Nemendafélagsskírteini / Student card" að aftan.
 3.  Skiljið eftir pláss fyrir nafn og kennitölu nemendans.
 4.  Æskilegt er að skilja eftir pláss fyrir lógó afsláttarveitenda.

 

Sendið tillöguna ykkar á nfmh@nfmh.is ! Skilafrestur er til miðnættis, sunnudaginn 10. júlí.

15.4.2015

Útvarpsvika NFMH - 13. -17. apríl - FM 94.0

„Kosningar! Próf! Eurovision! Úff.. Það er svo mikið að gerast. Ég vildi að ég gæti bara sest niður og tekið því rólega með útvarpið í gangi. En það er ekkert skemmtilegt í útvarpinu..“ Ef hugsanir af þessu tagi hafa skotið upp kollinum á þessum háannatíma, skaltu ei örvænta kæri samnemandi því Útvarpsvika NFMH er hafin. Þeir dásámlegu MH-ingar sem verða með þætti þessa viku hafa tekið að sér umfjöllunarefni á borð við raðmorðingja, Twitter og Daft Punk. Stilltu á FM 94.0 eða sláðu inn lénið http://radio.is:443/mh og njóttu þess að hlusta á allt þetta skemmtilega fólk. Vá hvað ég elska útvarpsviku!

4.4.2015

Útgáfutónleikar Munsturs

Hljómsveitin Munstur hélt útgáfutónleika plötu sinnar Intro EP síðastliðinn sunnudag. Sveitin samanstendur af fjórum drengjum sem allir hafa stundað nám við MH. Tónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir og skemmtilegir en félagarnir í Munstur eru þekktir fyrir frumleika og hugsa þeir vel út fyrir kassann, eins og sönnum MH-ingum sæmir. Tónleikarnir voru haldnir í barnasundlauginni Skálatúnslaug í Mosfellsbæ og voru sæti á bakkanum. Áhorfendum bauðst einnig að fara í fótabað á meðan á tónleikum stóð og voru þónokkrir sem nýttu sér þetta einstaka tækifæri.

1.3.2015

Söngkeppni Óðriks Algaula: Stutt viðtal

Söngkeppni Óðríks Algaula er haldin á ári hverju, nánar tiltekið á vorönn.  Fyrir þá sem ekki vita er söngkeppnin undankeppni fyrir söngvakeppni framhaldsskólanna þar sem nemendur úr flestum ef ekki öllum framhaldsskólum landsins etja kappi í von um að sigra keppnina, sér og sínum skóla til heiðurs. Ég fékk að spyrja Kristinn Arnar, einn ráðamanna í Óðríki Algaula örfárra spurninga um keppnina og undirbúning hennar.

22.2.2015

ÁRSHÁTÍÐ 2015

Síðastliðið fimmtudagskvöld fór fram fertugastaogáttunda árshátíð NFMH en árshátíðin er með formlegustu viðburðum skólaársins og sameinast nemendur og kennarar í þessum fögnuði ár hvert.

Að þessu sinni var árshátíðarþemað Bollywood og heppnaðist hátíðin með mestu ágætum. Skreytinganefndin skapaði einstaka stemningu með fallegum loftljósum og yndislegum borðum. Veislustjórar voru þau Halla Heimisdóttir og Hákon Örn Helgason, sáu Kryddlegin hjörtu um Indverska matarveislu og má ekki gleyma Þorsteini Guðmundssyni sem tryllti lýðinn með uppistandi og gítarspili.

 

3.2.2015

Um Fjólu: Viðtal við Áslaugu og Snædísi

Vikuna 3.-7. febrúar heldur Góðgerðarráð utan um söfnun fyrir félagið Fjólu, en það er félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, áður Daufblindrafélag Íslands.
Það var stofnað árið 1994 og eitt af markmiðum félagsins er að vekja athygli fólks á þessari tvöföldu skerðingu þar sem fólk með slíka skerðingu á í mikilli hættu á að einangrast. Samkvæmt síðunni þeirra, www.sjonogheyrn.is er tilgangur félagsins að vinna að hagsmuna- og félagsmálum sinna félagsmanna.

Systurnar Áslaug og Snædís, nemendur í MH, eru með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og ég fékk að spyrja þær örfárra spurninga í gegnum netið um Fjólu og hvernig félagið skiptir máli fyrir þær.

22.1.2015

Taktu þátt í Lagnó 2015!

Nú styttist óðum í Lagningardaga sem haldnir verða hátíðlegir dagana 18. - 20. febrúar. Nú er því komið að þér að láta til þín kveða!

13.1.2015

Opið fyrir umsóknir í embætti!

Allar umsóknir skulu berast á nfmh@nfmh.is.

Titill póstsins skal vera nafn á embætti sem sótt er um.

Í póstinum á að koma fram nafn, kenntitala, fyrri störf innan nemendafélags (ef einhver, ekki nauðsynlegt), annað sem umsækjandi vill láta koma fram ásamt ákveðnu verkefni sem beðið er um fyrir hvert embætti.

Fyrir nánari upplýsingar smellið á ,,meira".

Lista yfir like-síður allra ráða má finna í nýnemagreininni.

11.1.2015

Nýnemar!

Kæri nýnemi!

Velkomin í MH!

Þetta er undursamlegur staður til að vera á og hlökkum við öll til þess að fá að njóta hans með þér. Það eru nokkrir hlutir sem gott er að vera með á hreinu þegar í MH er komið. Fyrst og fremst er afspyrnu mikilvægt að gerast vinur Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð á facebook og setja það í stjörnuvinahópinn.

Svo er mjög auðvelt að létta sér lífið með því að smella á læk við eftirfarandi síður til að fylgjast með því sem er á döfinni í nemendafélaginu!

11.1.2015

Skólafundur 13. janúar

Þriðjudaginn 13. janúar verður fyrsti skólafundur nýrrar annar.

Dagskrána má nálgast hér.
Lagabreytingatillögur má lesa hér.

Við hvetjum nemendur til að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn!

12.12.2014

BENEVENTUM - fyrir augu og eyru!

Bestu Beneventumvinir


Nú er loksins hægt að lesa 1. tölublað Beneventum 2014 á netinu!
Ekki nóg með það heldur er einnig hægt að HLUSTA á það!

1.12.2014

Af dimmisjón og frægum MH-ingum

Föstudaginn síðastliðinn var haldin dimmisjón í MH þar sem útskriftarnemar kvöddu vini, kennara og skólann með pompi og pragt. Þar var mikið um dýrðir að vanda og skemmtanagildið í hámarki. Við óskum öllum útskriftarnemum velfarnaðar í framtíðinni og það hefur verið sönn ánægja að hafa fengið að deila skólavist með ykkur. 

18.11.2014

LAGASMÍÐAKEPPNI Óðríks Algaula

Jæja kæru emmháingar eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er þessi vika alveg stútfull af spennandi atburðum. Í eyrum okkar óma skemmtilegar og kunnulegar raddir daginn út og daginn inn því útvarpsvikan er hafin. Einnig er Matgarður stútfullur af plakötum og bæklingum  af afar fallegu og gáfuðu fólki því kosningar, um skólastjórnarfulltrúa og stjórn  Emblu, eru byrjaðar....En það sem allir hafa beðið eftir með mikilli tilhlökkun síðan önnin byrjaði er núna hér rétt handan við hornið! Já það er engin önnur en hin margrómaða Lagasmíðakeppni Óðríks Algaula!!! (hróp og fagnaðarlæti)

Hvenær er hún? Hvar er hún? Hvað er svona merkilegt við þessa keppni? Og Hver er þessi Óðríkur Algaula???!

17.11.2014

Útvarpsvika NFMH FM 89,0

Útvarpsvika frá 17 - 23 nóvember. Ennþá hægt að sækja um að vera með þátt yfir helgina.

1.11.2014

Hver er þessi Ebóla?

Vikuna 3.-7. nóvember verður góðgerðarvika NFMH haldin til styrktar neyðaraðstoð vegna Ebólu.  Þá verður dagskrá alla vikuna til þess að safna fyrir þessu góða málefni.  Eins og flestir vita hafa fréttir af Ebólu verið í brennidepli undanfarið en hvað er Ebóla?

29.10.2014

Af hverju ætti ég að sleikja hnetur?

Næstkomandi fimmtudag, þann 30. október fer fram hin sívinsæla og bráðskemmtilega spunakeppni Sleiktu hnetur. Sigurlið keppninnar fær síðan að keppa á spunakeppni framhaldsskólanna, Leiktu Betur sem fram fer á Nýja Sviði Borgarleikússins þann 13. nóvember.  Í Leiktu Betur spinna keppendur þriggja mínútna leikþætti á sviði. Tvö lið etja kappi í einu og skora á hvort annað að þreyta spuna í hvaða aðstæðum sem er. Liðsstjórar taka við áskorunum og kynna fyrir áhorfendum og dómurum hvaða stíl skal beitt við útfærslu spunans.

22.10.2014

10 vond lög - í boði vefnefndar

Eins og allir ættu að vita þá er hin margrómaða vondulagakeppni handan við hornið. Hún verður haldin núna á morgun, fimmtudaginn 23. Október, klukkan 19:30 í Norðurkjallara. Í tilefni þess var ákveðið að taka saman smá lista yfir þau vondu lög sem hafa náð meiri vinsældum en þau áttu skilið. Svo hver veit, ef þið mætið á vondulagakeppnina, gætuð þið orðið vitni að enn einu hræðilega „one-hit-wonderinu“ sem enginn skilur hvernig komst í spilun.

Athugið að þessi listi endurspeglar ekki mat þjóðarinnar og ef þið eruð ósammála þessu... þá skiptir það engu máli.

19.10.2014

Styðjum tónlistarkennara!

Margir okkar MH-inga stunda tónlistarnám, við hin styðjum það heilshugar. Nú þurfum við að sýna fólkinu sem fyrir þessu námi stendur stuðning, það er að segja tónlistarkennurunum. Þeir eiga nú í kjaraviðræðum við stéttarfélögin en gengur ekki nógu vel og stefnir í verkfall. 

Ef til verkfalls kemur er mikilvægt fyrir þá að geta sýnt fram á góðan stuðningsmannalista. Þess vegna ættu allir MH-ingar og þeir sem láta sig tónlist varða að setja nafn sitt á þennan lista og hjálpa til við að skapa umræðu um þetta í samfélaginu!

14.10.2014

Astraltertugubb

Stuðmenn fara aftur á heimavöll miðvikudaginn 15. október! 
Bandið var einmitt stofnað sem brandari í MH

11.10.2014

Tilkynning frá ræðuliði MH

Við í ræðuliði MH biðjumst innilegrar afsökunar á framkomu okkar í æfingakeppni á móti Kvennó fimmtudaginn 9. október.

6.10.2014

MH vs. Hvenhó

Hvað er að frétta með þennan MH vs. Kvenhó dag?

Ég skal bara segja þér nákvæmlega hvaða snilld það er félagi!

29.9.2014

Tískuvika NFMH 2014

Nú er Tískuvika NFMH að hefjast en Búðarráð stendur að henni og hefur upp á margt að bjóða. 
Fatamarkaður verður að sjálfsögðu í gangi og eru þeir sem hafa áhuga á að selja föt á markaðnum beðnir um að hafa samband við Búðarráð, en annars gengur þetta einfaldlega fyrir sig og fá þeir sem selja fötin að ákveða verð sjálfir. Einnig verða Myrkrahöfðingjarnir á vappi í vikunni og taka myndir af nemendum  og því um að gera að mæta í fínustu tískuflíkunum í skólann í vikunni.

15.9.2014

Skólafundur 16. september 2014

Þriðjudaginn 16. september kl 11:10 verður skólafundur á Hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna fundinn og nýta sér lýðræðislegan rétt sinn.

 

 

 

 

31.8.2014

Umsóknir í ráð og embætti NFMH

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í ráð NFMH.

Nýnemar geta sótt um í ráð með því að senda hverju ráði póst með nafni, kenntitölu og símanúmeri.

Upplýsingar um umsóknir fyrir embætti má nálgast hér.

 

27.8.2014

Busaferðin 2014!

Hin árlega nýnemaferð verður 29. - 30. ágúst!

Ferðinni verður heitið á Stokkseyri og er skipulögð til þess að hrista fallega nýnemahópinn okkar saman og stuðla að gleði og vináttu. Með í för verður stjórn Nemendafélagsins og nokkrir vel valdir kennarar.

Allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi leyfisbréfi en þeim skal vera skilað fimmtudaginn 28. ágúst á Matgarð eða á skrifstofu Nemendafélagsins ásamt 3500 krónum.

 

 

25.4.2014

Stjórnarskipti

Í gær tók sumar við af liðnum vetri en í dag tók ný stjórn við nemendafélaginu. Í tilefni af því var árlegt stjórnarskiptagrill haldið þar sem boðið var upp á pulsur og gos. Mikil gleði, mikið gaman, bjóðum nýja stórn velkomna til starfa og óskum þeim alls hins besta.

31.3.2014

Kosningarviku frestað

Nú hefur verið ákveðið að fresta kosningavikunni vegna áframhaldandi verkfalls. Hún er sett í næstu viku með fyrirvara um breytingar, frá 9. - 11. apríl. 

31.3.2014

Frábærir MH-ingar standa sig vel

Tónlistarfólkið Arnar Logi Hákonarson og Agnes Sólmundsdóttir tryggðu sér sæti í úrslitunum í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í gærkvöldi sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum. Troðfullur salur í Austurbæ fagnaði líkt og um tónleika væri að ræða eftir þetta frábæra tónlistaratriði.

2.3.2014

MH í úrslit Gettu betur eftir sögulegan sigur á MR

Á föstudagskvöldið sigraði Gettu betur lið MH MR-inga undanúrslitum Gettu betur en það hefur ekki gerst síðan 1992.

2.3.2014

Elísabet Skagfjörð sigrar söngkeppni MH

Síðastliðið fimmtudagskvöld fór söngkeppni MH fram í Gamla bíó. Þetta var alveg hreint magnað kvöld, virkilega vel að keppninni staðið og eiga krakkarnir í Óðrík mikiði hrós skilið fyrir það. Fram komu 13 atriði, stúfulll af hæfileikaríkum söngvurum og hljóðfæraleikurum. Því miður var ekki hægt að senda 13 atriði til Akureyrar svo að dómnefnd var fengin í málið.

23.2.2014

Söngkeppni NFMH 27. febrúar

Söngkeppni NFMH verður haldin fimmtudaginn 27. febrúar í Gamla Bíó. Húsið opnar kl. 19:00 og keppni hefst stundvíslega kl. 19:30

Hver verður okkar næsta Eurovison stjarna?! 
Í fyrra sigraði Ásdís María keppnina og vann síðan Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd MH!

12.2.2014

Árshátíð

Nú er komið að 47. árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð og verður hún með hinu glæsilegasta móti í ár.
Veislustjórar að þessu sinni eru þau Jóhanna Rakel Jónasdóttir og Tryggvi Björnsson.
Húsið opnar kl. 19:00 og hefst fordrykkur í kjölfarið.

4.2.2014

Gettu betur 7. febrúar

Þá er bara að koma að fyrstu sjónvarpskeppni ársins í Gettu betur og verður hún gegn kvennóóóó.
Þess ber að geta að í fyrra kepptu liðin í undanúrslitum.
Það lið sem vinnur þessa keppni fer einmitt í undanúrslit.
Tilviljun? Nei.


22.1.2014

Vika íslensks húmors

Næsta vika verður svo sannarlega skemmtileg því sú vika er einmitt Vika Íslensks Húmors!

22.1.2014

Skráning í prufur fyrir söngkepnina

Opnað hefur verið fyrir skráningu í prufur fyrir söngkeppni NFMH. Sendið póst á odrikur@nfmh.is fyrri 2. febrúar með helstu upplýsingum um þig/ykkur og lagið.

16.1.2014

ÚRSLIT MORTAR!

Úrslit Mortar verða fimmtudaginn 23. janúar. Victorious Secret á móti Ómálefnalegum munnsöfnuði

Umræðuefnið: "beilum"

Keppnin hefst kl 19:30 í Norðurkjallara. 
Skyldumæting.

14.1.2014

Súpa til styrktar góðu málefni

Í hádeginu á morgun verður gómsæt tómatsúpa á boðstólnum í boði Þjóðháttafjelag NFMH. Hún verður þó með öðru móti en venjulega því að allur ágóði af súpunni rennur beint í sjóð til þess að styrkja ferðirJóna Kristín í skólann. 

13.1.2014

HEY!

Við í vefnefnd ætlum að koma af stað nýjum lið hér á nfmh.is í næstu viku sem nefnist „Listaverk vikunnar“. Þá fá nemendur skólans tækfæri til að sýna listsköpun sýna hér á síðunni viku í senn.

2.12.2013

Jólaball 18. des

Kæru vinir nær og fjær, það er runninn upp sá tími árs að nýju, jólaprófatörnin. Á myrkum stundum sem og þessum er gott að hafa eitthvað til að hlakka til, einhvern vonarneysta sem minnir okkur á að alllt verði í lagi á endanum. Við í Skemmtó erum komin með svarið við bænum ykkar… JÓLABALL NFMH 2013 er staðfest 18. desember!! 

Það verður haldið á Rúbín, okkar ástkæra stað nálægt Hamrahlíðinni. Tónlistin er ekki af verri endanum því Bleeding Heart hita upp dansgólfið, á eftir þeim kemur Húsbandið og gerir allt klikkað en svo er rúsínan í pylsuendanum… xxx Rottweiler ætla að mæta og tjútta með okkur fram á rauða nóttina… hlökkum svo til að sjá ykkur í glerbúrinu á næstu dögum!

10.11.2013

Útvarpsdagskrá

 
10.11.2013

Óðríkur Algaula 14. nóv

Lagasmíðakeppni Óðríks Algaula verður haldin hátíðlega á Miklagarði, hátíðarsal skólans fimmtudaginn 14.nóvember. Keppt verðum um besta frumsamda lagið. Keppnin er góður vettvangur fyrir upprennandi tónlistarmenn og skyldumæting fyrir alla alvöru tónlistarunnendur! Húsið opnar 19:30 en keppnin sjálf byrjar 20:00 og að sjálfsögðu er frítt inn. Við lofum góðri skemmtun!

4.11.2013

Góðgerðarvika

Að þessu sinni verður GÓÐGERÐARVIKAN 4.-8. nóv! Allur peningur sem safnast þessa vikuna rennur til flóttamannabúða fyrir Sýrlendinga en stór hluti þeirrar þjóðar hefur þurft að flýja heimili sín þar sem að þau teljast ekki örugg lengur. Peningurinn mun vera nýttur í að sjá þeim, og þá sérstaklega börnunum sem þar dvelja, fyrir mat og ýmsum öðrum nauðsynjum.

28.10.2013

OFF-VENUE TÓNLEIKAR Í NORÐURKJALLARA

Í tilefni Iceland Airwaves vikunnar verða haldnir Off-Venue tónleikar í Norðurkjallara þann 1.nóvember. Tónleikarnir byrja kl. 18 og eru til 20.

Hljómsveitirnar sem munu stíga á stokk eru alls ekki af verra taginu en þið fáið að hlusta á fagra tóna eftirfarandi sveita...

25.10.2013

Útvarpsvika MH

Vikuna 11-15 nóvember mun hefjast hin margumtalaða útvarpsvika MH. Þá er komið að þér kæri MHingur til að láta ljós þitt skína, já og tími til að láta drauma þína rætast. Fáðu félaga þína til þess að vera með þér í útvarpinu, uppfylltu fjarlægjan draum sem getur svo auðveldlega orðið að veruleika.

13.10.2013

GRÍMUBALL NFMH

MH-ingar nær og fjær, nú líður senn að GRÍMUBALLI NFMH sem verður haldið á Rúbín næsta fimmtudag, 17.október! Ballið byrjar 22:00 og lýkur 02:00.

Dose, Pedro Pilatus, Húsbandið og SYKUR munu trylla lýðinn svo allir geta dansað sig inn í vetrarfríið með bros á vör. Tryggið ykkur miða strax en miðasalan opnar í hádeginu á mánudaginn.

 

7.10.2013

Stofnfundur Feministafélagsins Emblu

Fyrsti fundur Feministafélagsins Emblu, nýstofnaðs feministafélags MH, verður haldinn í Norðurkjallara fimmtudaginn 10. október beint eftir skóla. 
Á fundinum gefst viðstöddum tækifæri til þess að upplýsa sig frekar um jafnrétti kynjanna og deila sínum skoðunum. 

4.10.2013

MH sigrar í tveggja daga viðureign

Í kvöld fór fram ræðukeppni milli MH og MS sem var loka liðurinn í MH/ms dögunum tveimur. Við fórum að sjálfsögðu með sigur af hólmi og áttum einnig ræðumann kvöldsins en það var hún Vigdís okkar Hafliðadóttir. Þetta tryggði okkur einnig sigur í heildar keppninni en í gær utu skólarnir tveir kappi í hinum ýmsu greinum á Klambratúni.

25.9.2013

Opnunartónleikar í Norðurkjallara

Í kvöld verða haldnir opnunartónleika nfmh.is í Norðurkjallara. Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir byrja kl. 20:00. Fram koma: 

24.9.2013

Skaramúss

Skaramúss er skólamyndataka nemendafélagsins og er framkvæmd á hverju hausti. Framkvæmd þessa verkefnis er í höndu Myrkrahöfðingja Menntaskólans við Hamrahlíð og stóðu þeir sig með stakri príði og eiga skilið stórt hrós fyrir frábær störf.

24.9.2013

MH Fashion Week

MH Fashion week verður haldin 22.-25. október. Allir eiga að mæta í sínu fínasta pússi því Myrkrahöfðingjar munu liggja á camerunni og smella af ykkur myndum á göngum skólans. Með því farið þið í pott sem verður dregið úr í lok vikunnar en flottasti vinningurinn verður fyrir flottasta átfittið (KK & KVK).

Í vikunni verður:

 • Fatamarkaður alla dagana á Matgarði. Ef þið viljið losna við föt og græða pening sækið þá um á budarrad@nfmh.is
 • Einnig verður hægt að panta sér MH peysur á Matgarði alla vikuna.
 • Á fimmtudaginn er svo hápunktur gleðinnar, tískusýning á Miklagarði.
19.9.2013

MH/ms dagarnir!

MH/MS dagarnir verða haldnir þann 2. og 3. október næstkomandi! Í ár höfum við ákveðið að tvöfalda skemmtunina og hafa þetta tvo daga í stað eins eins og venjan hefur verið síðastliðin ár.

Um NFMH

NFMH stendur fyrir Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur félagið aðsetur í Norðurkjallara skólans. Félagið hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1966. Stjórn félagsins skipa tíu nemendur við skólann, kosnir til eins árs í senn.

Hafðu samband!
 • Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð
 • Hamrahlíð 10
 • 105 Reykjavík
 • nfmh@nfmh.is

 

 • Ábendingar vel þegnar á nfmh@nfmh.is!
Samfélagsmiðlar

    Facebook     Twitter     Instagram     YouTube


2017 NFMH. - Allur réttur áskilinn